Lærðu hratt Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Sá mæti heimspekingur og háskólamaður Páll Skúlason sagði eitt sinn um menntun: „Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegna verða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka.“ Það er mikill og góður sannleikur í þessum orðum Páls. Sannleikur sem við Íslendingar virðumst löngum hafa átt furðu erfitt með að sjá og meta enda stendur þetta viðhorf okkur oftar en ekki fyrir þrifum. Fyrir helgina stóð Bandalag háskólamanna fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði þar sem kom fram að staða hópsins fer versnandi og fjárhagslegur ábati af náminu minnkandi. Því miður er þetta ekkert sem kemur á óvart í skammsýnu samfélagi þar menntun sem slík virðist lítils metin. Viðbrögð Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra endurspegla svo skammsýnina í þessu viðhorfi. Illugi rekur vandann til þess að áherslan hafi verið á að hækka lægstu launin í landinu og þar af leiðandi hafi nú dregið saman með háskólagengnum og öðrum. Ungt fólk sjái því ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Af þessu má skilja að Illuga hefði líkast til þótt betra að halda láglaunafólkinu áfram niðri, sem býr þó enn við herfileg kjör, fremur en að bæta kjör menntafólks. Þetta er viðhorf viðvarandi misskiptingar þess auðs sem er að finna í íslensku samfélagi – auðs sem er til staðar svo lengi sem hann hefur ekki ratað aflands í einhverju apaspili aurapúka. Illugi bendir hins vegar réttilega á að nútíma hagkerfi hverfast um menntun. Að menntun sé leiðin til aukinnar framleiðni. Illugi bendir á að erfitt sé að bregðast við þessu með einni aðgerð en hann vísar þó til þess að aukin námsframvinda innan bæði menntaskóla og háskóla ætti að vera til bóta. Eða með öðrum orðum að þá sé það háskólafólki til framdráttar að það læri hraðar og fái sína prófgráðu sem allra fyrst og hafi þannig meiri tíma á ævinni til þess að vera í vinnu en ekki námi. Þetta er varasamt viðhorf svo ekki sé meira sagt. Gildi menntunar á ekki að snúast um að framleiða starfsfólk fyrir atvinnulífið heldur menntunina sjálfa. Hún er vel þess virði og með því að viðhalda háum gæðastaðli erum við margfalt líklegri til þess að byggja upp blómlegt samfélag. Ef ungt fólk veigrar sér við því að sækja sér háskólamenntun af fjárhagslegum ástæðum þá er lausnin svo sannarlega ekki að hraða framvindu námsins. Í fyrsta lagi þurfum við að horfa til þeirrar staðreyndar hversu gríðarlega kostnaðarsamt það er fyrir ungt fólk á Íslandi að sækja sér háskólamenntun. Það leiðir til þess að horfast í augu við þá staðreynd að langskólagengið fólk er oft skuldum vafið við námslok og ráðstöfunartekjur því litlar. Rót vandans er þannig hvorki námshraðinn né staða lægstu launa í landinu heldur gegndarlaus kostnaður við námið og sú staðreynd að menntun er ekki metin að verðleikum á Íslandi. Nú er því komið að stjórnvöldum að læra hratt af stöðunni ef ekki á illa að fara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Sá mæti heimspekingur og háskólamaður Páll Skúlason sagði eitt sinn um menntun: „Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegna verða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka.“ Það er mikill og góður sannleikur í þessum orðum Páls. Sannleikur sem við Íslendingar virðumst löngum hafa átt furðu erfitt með að sjá og meta enda stendur þetta viðhorf okkur oftar en ekki fyrir þrifum. Fyrir helgina stóð Bandalag háskólamanna fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði þar sem kom fram að staða hópsins fer versnandi og fjárhagslegur ábati af náminu minnkandi. Því miður er þetta ekkert sem kemur á óvart í skammsýnu samfélagi þar menntun sem slík virðist lítils metin. Viðbrögð Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra endurspegla svo skammsýnina í þessu viðhorfi. Illugi rekur vandann til þess að áherslan hafi verið á að hækka lægstu launin í landinu og þar af leiðandi hafi nú dregið saman með háskólagengnum og öðrum. Ungt fólk sjái því ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Af þessu má skilja að Illuga hefði líkast til þótt betra að halda láglaunafólkinu áfram niðri, sem býr þó enn við herfileg kjör, fremur en að bæta kjör menntafólks. Þetta er viðhorf viðvarandi misskiptingar þess auðs sem er að finna í íslensku samfélagi – auðs sem er til staðar svo lengi sem hann hefur ekki ratað aflands í einhverju apaspili aurapúka. Illugi bendir hins vegar réttilega á að nútíma hagkerfi hverfast um menntun. Að menntun sé leiðin til aukinnar framleiðni. Illugi bendir á að erfitt sé að bregðast við þessu með einni aðgerð en hann vísar þó til þess að aukin námsframvinda innan bæði menntaskóla og háskóla ætti að vera til bóta. Eða með öðrum orðum að þá sé það háskólafólki til framdráttar að það læri hraðar og fái sína prófgráðu sem allra fyrst og hafi þannig meiri tíma á ævinni til þess að vera í vinnu en ekki námi. Þetta er varasamt viðhorf svo ekki sé meira sagt. Gildi menntunar á ekki að snúast um að framleiða starfsfólk fyrir atvinnulífið heldur menntunina sjálfa. Hún er vel þess virði og með því að viðhalda háum gæðastaðli erum við margfalt líklegri til þess að byggja upp blómlegt samfélag. Ef ungt fólk veigrar sér við því að sækja sér háskólamenntun af fjárhagslegum ástæðum þá er lausnin svo sannarlega ekki að hraða framvindu námsins. Í fyrsta lagi þurfum við að horfa til þeirrar staðreyndar hversu gríðarlega kostnaðarsamt það er fyrir ungt fólk á Íslandi að sækja sér háskólamenntun. Það leiðir til þess að horfast í augu við þá staðreynd að langskólagengið fólk er oft skuldum vafið við námslok og ráðstöfunartekjur því litlar. Rót vandans er þannig hvorki námshraðinn né staða lægstu launa í landinu heldur gegndarlaus kostnaður við námið og sú staðreynd að menntun er ekki metin að verðleikum á Íslandi. Nú er því komið að stjórnvöldum að læra hratt af stöðunni ef ekki á illa að fara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. maí.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun