Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að hann hafi fellt nokkur gleðitár þegar honum var tilkynnt að hann væri í íslenska landsliðshópnum fyrir EM í Frakklandi í sumar.
„Þetta er búið að vera þokkalega fínar vikur. Ég get ekki kvartað. Það skemmir ekki fyrir að hafa verið valinn í landsliðið," sagði Arnór Ingvi í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni.
„Ég var ekkert að hugsa mikið út í þetta (landsliðsvalið) eftir tímabilið með Norrköping í fyrra. Ég hélt ég myndi kannski fá einn til tvo leiki til að spreyta mig aðeins sem ég fékk í nóvember, janúar og í mars."
„Í mars var ég að hugsa að ég ætti alveg séns og afhverju ekki bara að taka hann? Svo reyndi ég að fókusa á aðra hluti fram af þessum degi, en það var mjög erfitt að fókusa á fréttamannafundinn þennan dag sem liðið var tilkynnt."
„Síðan fékk ég skilaboð og ég get alveg viðurkennt það að það komu nokkur gleðitár," sagði Arnór Ingvi glaður í bragði.
Leikmenn liðsins fengu tilkynningu 45 mínútum fyrir fréttamannafund, en Arnór segir að þessi skilaboð hafi bjargað deginum.
Arnór Ingvi gekk í raðir Rapid Vín á dögunum og hann er spenntur fyrir vistaskiptunum yfir til Austurríkis.
„Þeir byrja að fylgjast með mér í enda síðasta tímabils. Þeir horfðu þá á þrjá leiki og byrjuðu með fyrsta boð í janúar. Ég neitaði því og vildi sjálfur vera áfram í Norrköping."
Allt innslagið má hlusta í heild sinni hér að ofan.
Arnór Ingvi: Felldi gleðitár þegar skilaboðin komu
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

