Þingmenn fá falleinkunn: „Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2016 12:30 Haukur Bragason lætur þingmenn heyra það. vísir/ernir Tískusérfræðingurinn Haukur Bragason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fór yfir klæðaburð þingmanna í eldhúsdagsumræðum í þinginu í gær. Óhætt er að segja að sleggjan hafi verið á lofti. „Ég var pínu grimmur í gær. Bjarni Ben og Árni Páll eru yfirleitt vel klæddir en ég gaf þeim fimm í einkunn í gær og þeir ollu mér vonbrigðum,“ segir Haukur um klæðaburð þá félaga á Alþingi í gær. „Hinir voru í raun bara verri. Bjarni Ben er best klæddi maður Alþingis, hann verður að fá að eiga það en hann var rosalega leiðinlegur í gær, bæði ræðan og fötin. Þetta var pínu Hagkaup hjá honum,“ segir Haukur og bætir við að Bjarni hafi verið rykfallinn og það hefði þurft að dusta af honum. „Hann var allt of pabbalegur og hann hefur sloppið svo vel við það hingað til,“ segir hann en Haukur var heldur ekki sáttur við Árna Pál, formann Samfylkingarinnar. „Ég er aldrei hrifinn af mönnum með bindi í flokkslitnum. Ég veit ekki hvað það er, mér finnst það alltaf hallærislegt.“ Haukur kom auga á það að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var með þumalhringinn á sínum stað. „Þá ferð þú ekkert hærra en einn. Ég gaf honum einn útaf því að hann var ekki með þennan ljóta flagaraklút sem hann var með þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. Hann var síðan í mjög leiðinlegri skyrtu.“Vinnur með jarðlitina Haukur segir að Óttarr Proppé vinni alltaf með sömu litapallettuna. „Hann er mikið í jarðlitunum og oft í þessum sinnepsgulu jakkafötum. Ég held að hann pæli einna mest í fötunum, þó hann komi svona út.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var í jakkafötum sem voru í senn óaðfinnanleg og óeftirtektarverð að mati Hauks. „Þetta er mjög Sjálfstæðismannalegt, að vera í jakkafötum sem er erfitt að setja út á en þau eru bara svo óspennandi og maður tekur ekki eftir þeim.“ Haukur segir að menn séu oft klæddir eins og pabbar sínir á þingi. „Það er eins og Ögmundur hafi fundið föllnu Sovétríkin og klætt sig í þau. Það er einhver austantjaldsfílingur í þessu. Bindið er pottþétt svipað gamalt og ég.“ Haukur er með Twitter-reikninginn @Sentilmennid og tjáir sig oft á tíðum um tískuna eins og lesa mátti í gærkvöldi. Jakkaföt Róberts Marshall eru með fallegri áferð. Skyrtukraginn leiðinlegur, bindishnúturinn of stór og lyftir kraganum. 5/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Annars var Árni, pabbi Vilhjálms Árnasonar einu sinni í mjög flottum jakkafötum. Vilhjálmur mætti svo bara í þeim í dag. 1/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sérstök aukaverðlaun fyrir skakkasta bindið hlýtur Vilhjálmur Árnason! #Eldhúsdagur pic.twitter.com/szseJ13zsi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Vá. Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau. 1/10. #Eldhúsdagur pic.twitter.com/WIMcJ9XkZi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Gummi Steingríms að skoða Twitter hjá mér. „Fokk. Hvað ætli hann segi um mig? Var kúl að sleppa bindi?“ #Eldhúsdagur pic.twitter.com/R1IUJcdNal— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég sem var farinn að hlakka til að hakka Helga Hrafn í mig fyrir Dogma bol. Jæja. Batnandi mönnum er best að lifa. 3/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Óttarr Proppé pælir meira í fötum og stíl en allir aðrir þingkarlar. Fötin eru hans persónueinkenni. Ég ber virðingu fyrir því. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sigurður Ingi fær strax 1 heilan fyrir að vera ekki með flagaraklút. Meira verður það því miður ekki. 1/10. #þumalputtahringur #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég tek fram að ég dæmi eingöngu klæðnað þingkarla í dag. Konur eru of oft dæmdar af útliti en ekki hæfni sinni. #Eldhúsdagur #6dagsleikinn— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Alþingi Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Tískusérfræðingurinn Haukur Bragason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fór yfir klæðaburð þingmanna í eldhúsdagsumræðum í þinginu í gær. Óhætt er að segja að sleggjan hafi verið á lofti. „Ég var pínu grimmur í gær. Bjarni Ben og Árni Páll eru yfirleitt vel klæddir en ég gaf þeim fimm í einkunn í gær og þeir ollu mér vonbrigðum,“ segir Haukur um klæðaburð þá félaga á Alþingi í gær. „Hinir voru í raun bara verri. Bjarni Ben er best klæddi maður Alþingis, hann verður að fá að eiga það en hann var rosalega leiðinlegur í gær, bæði ræðan og fötin. Þetta var pínu Hagkaup hjá honum,“ segir Haukur og bætir við að Bjarni hafi verið rykfallinn og það hefði þurft að dusta af honum. „Hann var allt of pabbalegur og hann hefur sloppið svo vel við það hingað til,“ segir hann en Haukur var heldur ekki sáttur við Árna Pál, formann Samfylkingarinnar. „Ég er aldrei hrifinn af mönnum með bindi í flokkslitnum. Ég veit ekki hvað það er, mér finnst það alltaf hallærislegt.“ Haukur kom auga á það að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var með þumalhringinn á sínum stað. „Þá ferð þú ekkert hærra en einn. Ég gaf honum einn útaf því að hann var ekki með þennan ljóta flagaraklút sem hann var með þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. Hann var síðan í mjög leiðinlegri skyrtu.“Vinnur með jarðlitina Haukur segir að Óttarr Proppé vinni alltaf með sömu litapallettuna. „Hann er mikið í jarðlitunum og oft í þessum sinnepsgulu jakkafötum. Ég held að hann pæli einna mest í fötunum, þó hann komi svona út.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var í jakkafötum sem voru í senn óaðfinnanleg og óeftirtektarverð að mati Hauks. „Þetta er mjög Sjálfstæðismannalegt, að vera í jakkafötum sem er erfitt að setja út á en þau eru bara svo óspennandi og maður tekur ekki eftir þeim.“ Haukur segir að menn séu oft klæddir eins og pabbar sínir á þingi. „Það er eins og Ögmundur hafi fundið föllnu Sovétríkin og klætt sig í þau. Það er einhver austantjaldsfílingur í þessu. Bindið er pottþétt svipað gamalt og ég.“ Haukur er með Twitter-reikninginn @Sentilmennid og tjáir sig oft á tíðum um tískuna eins og lesa mátti í gærkvöldi. Jakkaföt Róberts Marshall eru með fallegri áferð. Skyrtukraginn leiðinlegur, bindishnúturinn of stór og lyftir kraganum. 5/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Annars var Árni, pabbi Vilhjálms Árnasonar einu sinni í mjög flottum jakkafötum. Vilhjálmur mætti svo bara í þeim í dag. 1/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sérstök aukaverðlaun fyrir skakkasta bindið hlýtur Vilhjálmur Árnason! #Eldhúsdagur pic.twitter.com/szseJ13zsi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Vá. Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau. 1/10. #Eldhúsdagur pic.twitter.com/WIMcJ9XkZi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Gummi Steingríms að skoða Twitter hjá mér. „Fokk. Hvað ætli hann segi um mig? Var kúl að sleppa bindi?“ #Eldhúsdagur pic.twitter.com/R1IUJcdNal— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég sem var farinn að hlakka til að hakka Helga Hrafn í mig fyrir Dogma bol. Jæja. Batnandi mönnum er best að lifa. 3/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Óttarr Proppé pælir meira í fötum og stíl en allir aðrir þingkarlar. Fötin eru hans persónueinkenni. Ég ber virðingu fyrir því. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sigurður Ingi fær strax 1 heilan fyrir að vera ekki með flagaraklút. Meira verður það því miður ekki. 1/10. #þumalputtahringur #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég tek fram að ég dæmi eingöngu klæðnað þingkarla í dag. Konur eru of oft dæmdar af útliti en ekki hæfni sinni. #Eldhúsdagur #6dagsleikinn— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016
Alþingi Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira