Hyundai stofnar sportbíladeildina N Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2016 15:05 Hyundai i30 N verður fyrsti bíll nýrrar sportbíladeildar Hyundai. Yfirmaður nýrrar sporbíladeildar Hyundai, Albert Biermann, kemur frá BMW en þar á bæ bera sportbílar nafnið M. Næsti stafur á eftir M er N svo það kemur því kannski ekki á óvart að nýja sportbíladeild Hyundai fái nafnið N. Fyrsti bílinn sem koma skal frá þessari nýstofnuðu deild Hyundai verður i30 N og kemur hann á markað á næsta ári. Hann verður byggður á nýrri kynslóð i30 en núverandi kynslóð hans verður á næsta ári skipt út fyrir nýja. Þrír slíkir bílar voru reyndar prófaðir í Nürburgring þolaksturskeppni fyrir um tveimur vikum ásamt Velostar Turbo bíl frá Hyundai og i30 1,6 Turbo, en sá bíll var sigurvegari í sínum flokki í keppninni á síðasta ári. Undir húddinu á i30 N verður 2,0 lítra og 259 hestafla vél en engu að síður á þessi bíll að verða á afar viðráðanlegu verði. Hann mun í fyrstu aðeins fást beinskiptur en verða svo síðar í boði með sjálfskiptingu. Þessum bíl verður att gegn Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og á að verða ódýrair en þeir. Í framtíðinni verða bílar frá N-deildinni einnig í boði sem tengitvinnbílar, en ekki í fyrstu. N-sportbíladeild Hyundai er með höfuðstöðvar í S-Kóreu en er einnig með útibú í nágrenni Nürburgring brautarinnar þýsku og þar eru bílar deildarinnar prófaðir. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent
Yfirmaður nýrrar sporbíladeildar Hyundai, Albert Biermann, kemur frá BMW en þar á bæ bera sportbílar nafnið M. Næsti stafur á eftir M er N svo það kemur því kannski ekki á óvart að nýja sportbíladeild Hyundai fái nafnið N. Fyrsti bílinn sem koma skal frá þessari nýstofnuðu deild Hyundai verður i30 N og kemur hann á markað á næsta ári. Hann verður byggður á nýrri kynslóð i30 en núverandi kynslóð hans verður á næsta ári skipt út fyrir nýja. Þrír slíkir bílar voru reyndar prófaðir í Nürburgring þolaksturskeppni fyrir um tveimur vikum ásamt Velostar Turbo bíl frá Hyundai og i30 1,6 Turbo, en sá bíll var sigurvegari í sínum flokki í keppninni á síðasta ári. Undir húddinu á i30 N verður 2,0 lítra og 259 hestafla vél en engu að síður á þessi bíll að verða á afar viðráðanlegu verði. Hann mun í fyrstu aðeins fást beinskiptur en verða svo síðar í boði með sjálfskiptingu. Þessum bíl verður att gegn Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og á að verða ódýrair en þeir. Í framtíðinni verða bílar frá N-deildinni einnig í boði sem tengitvinnbílar, en ekki í fyrstu. N-sportbíladeild Hyundai er með höfuðstöðvar í S-Kóreu en er einnig með útibú í nágrenni Nürburgring brautarinnar þýsku og þar eru bílar deildarinnar prófaðir.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent