Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2016 09:14 Vala Árnadóttir með stórlax úr opnun Blöndu. Mynd: Árni Baldursson Fyrsta hollið í Blöndu lauk veiðum á hádegi í gær og það er óhætt að segja að væntingarstuðulinn sé í botni fyrir sumarið. Strax á fyrsta degi var ljóst að þetta yrði engin venjuleg opnun en 51 lax kom á land fyrsta daginn og mikið líf var á bæði Breiðunni og í Damminum. Auk þess voru 165 laxar farnir í gegnum teljarann á öðrum degi sem er ótrúleg tala svo snemma sumars. Metin sem féllu í Blöndu eru bæði besti opnunardagur og besta opnunarholl fyrr og síðar. Samtals landaði hollið á fjórar stangir 99 löxum á þessum tveimur og hálfum degi sem er eins og góð holl gera gjarnan á besta tímanum í ánni. Af þessum 99 löxum eru örfáir eins árs laxar, allt hitt er vænn tveggja ára lax alveg upp að 100 sm. Það er ennþá bullandi ganga uppá efri svæðin en þau opna ekki fyrr en eftir tvær vikur og ef krafturinn í göngunum heldur svona áfram gætu opnanirnar þar slegið met líka. Mest lesið Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði
Fyrsta hollið í Blöndu lauk veiðum á hádegi í gær og það er óhætt að segja að væntingarstuðulinn sé í botni fyrir sumarið. Strax á fyrsta degi var ljóst að þetta yrði engin venjuleg opnun en 51 lax kom á land fyrsta daginn og mikið líf var á bæði Breiðunni og í Damminum. Auk þess voru 165 laxar farnir í gegnum teljarann á öðrum degi sem er ótrúleg tala svo snemma sumars. Metin sem féllu í Blöndu eru bæði besti opnunardagur og besta opnunarholl fyrr og síðar. Samtals landaði hollið á fjórar stangir 99 löxum á þessum tveimur og hálfum degi sem er eins og góð holl gera gjarnan á besta tímanum í ánni. Af þessum 99 löxum eru örfáir eins árs laxar, allt hitt er vænn tveggja ára lax alveg upp að 100 sm. Það er ennþá bullandi ganga uppá efri svæðin en þau opna ekki fyrr en eftir tvær vikur og ef krafturinn í göngunum heldur svona áfram gætu opnanirnar þar slegið met líka.
Mest lesið Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði