Er Porsche að framleiða “baby”-Panamera? Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 15:30 Hvað skildi þetta vera frá Porsche? Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent
Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent