Næsti Tesla Roadster árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 11:00 Flestir héldu að Tesla myndi ekki koma með nýja kynslóð' Roadster, en hann var fyrsti framleiðslubíll Tesla. Tesla Motors er nú um stundir að glíma við gríðarlega eftirspurn eftir Model 3 bílnum sem meira en 400.000 kaupendur hafa skrifað sig fyrir og greitt hver um sig 1.000 dollara inná. Engu að síður er Tesla nú þegar farið að vinna að næstu kynslóð Tesla Roadster bílsins þó lítið hafi borist af upplýsingum frá Tesla um þann bíl. Þó var haft eftir Peter Bardenfleth-Hansen sem fer fyrir Tesla á Norðurlöndunum að bíllinn verði breyttur í útliti, hann muni stækka og verða talsvert sneggri en forverinn. Margir stóðu reyndar í þeirri trú að Tesla myndi hætta framleiðslu Roadster bílsins nú þegar þrjár aðrar gerðir eru í framleiðslu eða munu brátt koma á markað, þ.e. Model S, Model X og Model 3. Tesla Roadster mun fá sama undirvagn og Model 3, öflugri rafhlöður og öflugri rafmótora, en meira var ekki látið uppi. Núverandi eigendum Tesla Roadster mun einnig standa til boða að fá nýjar rafhlöður í bíla sína, nýjar felgur og dekk með minni mótstöðu og vindkljúfa sem minnka mun loftmótsstöðu bílsins. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent
Tesla Motors er nú um stundir að glíma við gríðarlega eftirspurn eftir Model 3 bílnum sem meira en 400.000 kaupendur hafa skrifað sig fyrir og greitt hver um sig 1.000 dollara inná. Engu að síður er Tesla nú þegar farið að vinna að næstu kynslóð Tesla Roadster bílsins þó lítið hafi borist af upplýsingum frá Tesla um þann bíl. Þó var haft eftir Peter Bardenfleth-Hansen sem fer fyrir Tesla á Norðurlöndunum að bíllinn verði breyttur í útliti, hann muni stækka og verða talsvert sneggri en forverinn. Margir stóðu reyndar í þeirri trú að Tesla myndi hætta framleiðslu Roadster bílsins nú þegar þrjár aðrar gerðir eru í framleiðslu eða munu brátt koma á markað, þ.e. Model S, Model X og Model 3. Tesla Roadster mun fá sama undirvagn og Model 3, öflugri rafhlöður og öflugri rafmótora, en meira var ekki látið uppi. Núverandi eigendum Tesla Roadster mun einnig standa til boða að fá nýjar rafhlöður í bíla sína, nýjar felgur og dekk með minni mótstöðu og vindkljúfa sem minnka mun loftmótsstöðu bílsins.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent