Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2016 22:05 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. vísir/hanna Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36
Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16