Costco mun umturna íslenskum markaði Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2016 10:15 Bjarki og Trausti meta það svo að íslensk verslun sé býsna andvaralaus, því innkoma Costco mun umturna íslenska markaðinum. Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar. Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar.
Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43
Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00
Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00