Costco mun umturna íslenskum markaði Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2016 10:15 Bjarki og Trausti meta það svo að íslensk verslun sé býsna andvaralaus, því innkoma Costco mun umturna íslenska markaðinum. Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar. Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar.
Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43
Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00
Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00