Sjómannadagar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Í gær var Sjómannadagurinn. Hin seinni árin er hann að vísu farinn að teygja sig yfir helgi í höfuðborginni og kallast „hátíð hafsins“ sem óneitanlega er ansi almennt, að hafinu alveg ólöstuðu, því að hér er um að ræða sérstakan sið og merkilega menningarhefð. Víða um land er þessi dagur helsti hátíðisdagur ársins, eins og vera ber. Eiginlega eru bara tveir hátíðisdagur sem ástæða er til að halda í: Sjómannadagurinn og Sumardagurinn fyrsti.Þúsund ára misskilningur Stundum er eins og Íslendingar geri sér ekki fyllilega grein fyrir þeirri þýðingu sem sjávarútvegurinn hefur haft fyrir þá. Að vísu má segja að sjómennirnir okkar njóti viðurkenningar í samfélaginu, í orði kveðnu að minnsta kosti, eins og sést á því að þeir eru eina starfsstéttin sem hefur sinn sérstaka dag, en samt bendir ýmislegt til þess að við hyllumst til að vanmeta framlag sjósóknar til lífskjara hér á landi. Það tók Íslendinga ekki nema um þúsund ár að horfast í augu við að landið myndi kannski ekki allskostar hentugt til landbúnaðar – og hafa raunar ekki gert það alveg enn allir. Öldum saman var hér stundaður hallæris-búskapur, nánast á hirðingjastigi, þar sem meirihluta landsmanna var haldið við hungurmörk. Fólki var hreinlega bannað að safnast saman við sjávarsíðuna með sérstökum dómi árið 1490 sem kallaður hefur verið Píningsdómur eftir landstjóranum sem þá ríkti í orði kveðnu þó að þarna hafi stórbændurnir einkum haft hönd í bagga. Þar var þýskum og öðrum evrópskum kaupmönnum bönnuð veturseta við sjávarsíðuna – þeir voru snemma farnir að banna okkur að ganga í Evrópusambandið þessir kallar. Kaupamenn voru sendir allra náðarsamlegast til róðra eftir lífsbjörginni enda skyldu þeir skila megninu af aflanum til húsbænda sinna. Við lesum oft og heyrum iðulega talað um að lífskjör á Íslandi hafi ekki breyst til batnaðar fyrr en hingað kom erlendur her um miðja 20. öldina. Og satt er það að mikil vinna skapaðist kringum umsvif Breta en þó einkum Bandaríkjamanna, þó að útvaldir gæðingar hafi einkum setið að þeim verkefnum þegar fram liðu stundir, samkvæmt skömmtunarkerfi tvíflokksins sem hefur stjórnað landinu frá Píningsdómi, að minnsta kosti. En það segir ekki nema hálfa söguna þegar staðhæft er að hersetan hafi kippt Íslendingum inn í nútímann. Sagan um hermangið er að minnsta kosti lítt til þess fallin að verða stoltur af: það er saga um svik og pretti, gagnkvæma fyrirlitningu, illa fenginn auð sem breytti mönnum í orma og afskræmdi þá eins og slíkt gull hefur alltaf gert frá dögum Regins og Fáfnis. Við eigum ekki að þegja um þessa sögu – heldur þurfum við að gera hana upp og læra af henni hvernig maður heldur reisn sinni og sæmd – og hvernig maður tapar henni – en það er samt óþarfi að gera hermangið að sjálfu inntaki þjóðarsögunnar á 20. öld, því að þá gleymum við þeim mikla hlut sem sjávarútvegurinn átti í lífskjarabyltingu aldarinnar. Sjómennirnir okkar. Hetjur hafsins sem færðu okkur lífsbjörgina. Stóra stökkið varð á heimastjórnartímabilinu 1904-1918 þegar ýmislegt gerðist í einu: Íslendingar fengu stjórn eigin mála; fengu banka inn í landið með erlent lánsfé og þar með afl þeirra hluta er skal gera – og síðast en ekki síst kom vélvæðing í íslenskan sjávarútveg. Fyrsti vélbáturinn, Stanley, kom til Ísafjarðar árið 1902 og togarinn Jón forseti var sérstaklega smíðaður fyrir útgerðarfélagið Alliance árið 1907, og tók þrjú ár að borga sig. Árið 1917 voru togararnir orðnir tuttugu. Þarna var lagður grunnurinn að nútímasamfélagi hér á landi – ekki með komu hersins.Hvar eru sjómannasögurnar? Það má annars heita merkilegt hversu lítt rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn hafa sinnt sjómennsku í verkum sínum. Hversu margar bíómyndir og skáldsögur hafa Bandaríkjamenn ekki gert um herinn sinn og stríðin sem hann hefur átt í – heimsstríðin tvö og Víetnam? Sjómennskan er okkar hermennska; og sögurnar af sjónum eru okkar hetjusögur og andhetjusögur; ótal sögur um árabil, sem enginn hefur hirt um að grípa af einhverjum ástæðum. Vissulega eru ágætar undantekningar frá þessu: Baltasar Kormákur með myndina Djúpið og Guðlaugur Arason með sína bráðfallegu bók Pelastikk, svo að eitthvað sé nefnt, og af eldri höfundum en Guðlaug má nefna Jónas Árnason, Ása í Bæ og síðast en ekki síst Jónas Stýrimann. Jón Atli sonur Jónasar bjó einmitt til það frábæra leikrit sem mynd Baltasars byggði á, en aðrir yngri höfundar hafa alveg stillt sig um að kynna sér og skrifa um þær Íslendingasögur sem er að finna til sjós hér við land. Kannski er þetta ein af ýmsum nöturlegum birtingarmyndum kvótakerfisins og framsals á óveiddum fiski sem tíðkast hefur hér um árabil. Það hefur ekki bara tekið lífsbjörgina frá heilum byggðum heldur líka myndað rof milli þjóðar og kvótaeigenda; þjóðinni finnst sjávarútvegurinn ekki lengur koma sér við, og kvótaeigendurnir sjálfir hafa sumir gerst aflendingar í stað þess að vera í lífrænum tengslum við þjóðlífið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Í gær var Sjómannadagurinn. Hin seinni árin er hann að vísu farinn að teygja sig yfir helgi í höfuðborginni og kallast „hátíð hafsins“ sem óneitanlega er ansi almennt, að hafinu alveg ólöstuðu, því að hér er um að ræða sérstakan sið og merkilega menningarhefð. Víða um land er þessi dagur helsti hátíðisdagur ársins, eins og vera ber. Eiginlega eru bara tveir hátíðisdagur sem ástæða er til að halda í: Sjómannadagurinn og Sumardagurinn fyrsti.Þúsund ára misskilningur Stundum er eins og Íslendingar geri sér ekki fyllilega grein fyrir þeirri þýðingu sem sjávarútvegurinn hefur haft fyrir þá. Að vísu má segja að sjómennirnir okkar njóti viðurkenningar í samfélaginu, í orði kveðnu að minnsta kosti, eins og sést á því að þeir eru eina starfsstéttin sem hefur sinn sérstaka dag, en samt bendir ýmislegt til þess að við hyllumst til að vanmeta framlag sjósóknar til lífskjara hér á landi. Það tók Íslendinga ekki nema um þúsund ár að horfast í augu við að landið myndi kannski ekki allskostar hentugt til landbúnaðar – og hafa raunar ekki gert það alveg enn allir. Öldum saman var hér stundaður hallæris-búskapur, nánast á hirðingjastigi, þar sem meirihluta landsmanna var haldið við hungurmörk. Fólki var hreinlega bannað að safnast saman við sjávarsíðuna með sérstökum dómi árið 1490 sem kallaður hefur verið Píningsdómur eftir landstjóranum sem þá ríkti í orði kveðnu þó að þarna hafi stórbændurnir einkum haft hönd í bagga. Þar var þýskum og öðrum evrópskum kaupmönnum bönnuð veturseta við sjávarsíðuna – þeir voru snemma farnir að banna okkur að ganga í Evrópusambandið þessir kallar. Kaupamenn voru sendir allra náðarsamlegast til róðra eftir lífsbjörginni enda skyldu þeir skila megninu af aflanum til húsbænda sinna. Við lesum oft og heyrum iðulega talað um að lífskjör á Íslandi hafi ekki breyst til batnaðar fyrr en hingað kom erlendur her um miðja 20. öldina. Og satt er það að mikil vinna skapaðist kringum umsvif Breta en þó einkum Bandaríkjamanna, þó að útvaldir gæðingar hafi einkum setið að þeim verkefnum þegar fram liðu stundir, samkvæmt skömmtunarkerfi tvíflokksins sem hefur stjórnað landinu frá Píningsdómi, að minnsta kosti. En það segir ekki nema hálfa söguna þegar staðhæft er að hersetan hafi kippt Íslendingum inn í nútímann. Sagan um hermangið er að minnsta kosti lítt til þess fallin að verða stoltur af: það er saga um svik og pretti, gagnkvæma fyrirlitningu, illa fenginn auð sem breytti mönnum í orma og afskræmdi þá eins og slíkt gull hefur alltaf gert frá dögum Regins og Fáfnis. Við eigum ekki að þegja um þessa sögu – heldur þurfum við að gera hana upp og læra af henni hvernig maður heldur reisn sinni og sæmd – og hvernig maður tapar henni – en það er samt óþarfi að gera hermangið að sjálfu inntaki þjóðarsögunnar á 20. öld, því að þá gleymum við þeim mikla hlut sem sjávarútvegurinn átti í lífskjarabyltingu aldarinnar. Sjómennirnir okkar. Hetjur hafsins sem færðu okkur lífsbjörgina. Stóra stökkið varð á heimastjórnartímabilinu 1904-1918 þegar ýmislegt gerðist í einu: Íslendingar fengu stjórn eigin mála; fengu banka inn í landið með erlent lánsfé og þar með afl þeirra hluta er skal gera – og síðast en ekki síst kom vélvæðing í íslenskan sjávarútveg. Fyrsti vélbáturinn, Stanley, kom til Ísafjarðar árið 1902 og togarinn Jón forseti var sérstaklega smíðaður fyrir útgerðarfélagið Alliance árið 1907, og tók þrjú ár að borga sig. Árið 1917 voru togararnir orðnir tuttugu. Þarna var lagður grunnurinn að nútímasamfélagi hér á landi – ekki með komu hersins.Hvar eru sjómannasögurnar? Það má annars heita merkilegt hversu lítt rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn hafa sinnt sjómennsku í verkum sínum. Hversu margar bíómyndir og skáldsögur hafa Bandaríkjamenn ekki gert um herinn sinn og stríðin sem hann hefur átt í – heimsstríðin tvö og Víetnam? Sjómennskan er okkar hermennska; og sögurnar af sjónum eru okkar hetjusögur og andhetjusögur; ótal sögur um árabil, sem enginn hefur hirt um að grípa af einhverjum ástæðum. Vissulega eru ágætar undantekningar frá þessu: Baltasar Kormákur með myndina Djúpið og Guðlaugur Arason með sína bráðfallegu bók Pelastikk, svo að eitthvað sé nefnt, og af eldri höfundum en Guðlaug má nefna Jónas Árnason, Ása í Bæ og síðast en ekki síst Jónas Stýrimann. Jón Atli sonur Jónasar bjó einmitt til það frábæra leikrit sem mynd Baltasars byggði á, en aðrir yngri höfundar hafa alveg stillt sig um að kynna sér og skrifa um þær Íslendingasögur sem er að finna til sjós hér við land. Kannski er þetta ein af ýmsum nöturlegum birtingarmyndum kvótakerfisins og framsals á óveiddum fiski sem tíðkast hefur hér um árabil. Það hefur ekki bara tekið lífsbjörgina frá heilum byggðum heldur líka myndað rof milli þjóðar og kvótaeigenda; þjóðinni finnst sjávarútvegurinn ekki lengur koma sér við, og kvótaeigendurnir sjálfir hafa sumir gerst aflendingar í stað þess að vera í lífrænum tengslum við þjóðlífið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun