Heildartalan úr Norðurá í gær 27 laxar Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2016 11:00 Ingvar Svendsen með fallegan stórlax úr Norðurá. Fyrsta veiðideginum lauk í Norðurá í gær og það er óhætt að segja að dagurinn hafi farið fram úr öllum væntingum. Það voru komnir 13 laxar á land strax á morgunvaktinni og ef deginum hefði lokið með þeirri tölu hefðu allir verið sáttir því það hefði engu að síður verið mjög góð opnun í ánni og í takt við opnanir sem leiddu til góðrar heildarveiði. Dagurinn var þó ekki á enda kominn og þegar síðustu köstin voru tekin í gærkvöldi var búið að landa 27 löxum og missa slatta ásamt því að fá mikið af tökum, boðaföllum og öðrum gusugangi á eftir flugunum. Það voru stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sem opnuðu ánna og það hafa þeir gert með glæsibrag ásamt öðrum veiðimönnum sem voru við Norðurá. Kristinn landaði einum 92 laxi sem þó var ekki stærsti laxinn þann daginn því tveir aðrir stærri komu land. Eyrún Sigþórsdóttir náði einum 94 sm og systir hennar Anna Sigþórsdóttir tók einn 95 sm. Mest lesið Leirvogsá á lausu Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Að elska og hata flugur Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Mikið vatn í ánum á vesturlandi Veiði
Fyrsta veiðideginum lauk í Norðurá í gær og það er óhætt að segja að dagurinn hafi farið fram úr öllum væntingum. Það voru komnir 13 laxar á land strax á morgunvaktinni og ef deginum hefði lokið með þeirri tölu hefðu allir verið sáttir því það hefði engu að síður verið mjög góð opnun í ánni og í takt við opnanir sem leiddu til góðrar heildarveiði. Dagurinn var þó ekki á enda kominn og þegar síðustu köstin voru tekin í gærkvöldi var búið að landa 27 löxum og missa slatta ásamt því að fá mikið af tökum, boðaföllum og öðrum gusugangi á eftir flugunum. Það voru stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sem opnuðu ánna og það hafa þeir gert með glæsibrag ásamt öðrum veiðimönnum sem voru við Norðurá. Kristinn landaði einum 92 laxi sem þó var ekki stærsti laxinn þann daginn því tveir aðrir stærri komu land. Eyrún Sigþórsdóttir náði einum 94 sm og systir hennar Anna Sigþórsdóttir tók einn 95 sm.
Mest lesið Leirvogsá á lausu Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Að elska og hata flugur Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Mikið vatn í ánum á vesturlandi Veiði