PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Ritstjórn skrifar 4. júní 2016 11:00 Þessar konur á vegum PETA mótmæla fyrir utan Hermes verslun. Mynd/Getty Dýraverndunarsamktökin PETA fara óhefðbundnar leiðir til þess að koma málstað sínum á framfæri. Í þetta sinn keyptu þau hlutabréf í tískuhúsinu Hermes en það var gert til þess að hafa aðgang að hluthafafundum fyrirtækisins en fyrr í vikunni mættu þau og létu í sér heyra. Á fundinum kröfðu þau forstjóra fyrirtækisins, Axel Dumas, um svör varðandi notkun leðurs og felds úr framandi dýrum í töskum þeirra. Dumas gaf þó lítið fyrir og svaraði einfaldlega að þau væru með ólíkar skoðanir á hvað væri rétt í þessum málum og að þau fylgja öllum settum reglum hvað varðar vinnslu leðurs úr dýrunum. Ein vinsælasta og verðmætasta taska heims, Birkin taskan, er framleidd af Hermes og er kennd við Jane Birkin. PETA hefur lagt mikla áherslu á að mótmæla framleiðslu Birkin töskunar en hún er iðulega gerð úr krókódílaleðri. Vegna mikillar gagnrýni frá PETA krafðist Jane Birkin þess af Hermes að ítarleg rannsókn yrði gerð á hvernig taskan er framleidd annars mundi hún óska eftir því að taskan væri ekki lengur seld í hennar nafni. Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour Topplistinn: Uppáhalds snyrtivörur Glamour Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Geimverur í Gucci: Nýjasta herferð tískuhússins gerist í geimnum Glamour Yfirgefur Burberry eftir 17 ár Glamour Föt og fylgihlutir frá Beyonce Glamour Fögnuðu komu Rimmel til Íslands Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour
Dýraverndunarsamktökin PETA fara óhefðbundnar leiðir til þess að koma málstað sínum á framfæri. Í þetta sinn keyptu þau hlutabréf í tískuhúsinu Hermes en það var gert til þess að hafa aðgang að hluthafafundum fyrirtækisins en fyrr í vikunni mættu þau og létu í sér heyra. Á fundinum kröfðu þau forstjóra fyrirtækisins, Axel Dumas, um svör varðandi notkun leðurs og felds úr framandi dýrum í töskum þeirra. Dumas gaf þó lítið fyrir og svaraði einfaldlega að þau væru með ólíkar skoðanir á hvað væri rétt í þessum málum og að þau fylgja öllum settum reglum hvað varðar vinnslu leðurs úr dýrunum. Ein vinsælasta og verðmætasta taska heims, Birkin taskan, er framleidd af Hermes og er kennd við Jane Birkin. PETA hefur lagt mikla áherslu á að mótmæla framleiðslu Birkin töskunar en hún er iðulega gerð úr krókódílaleðri. Vegna mikillar gagnrýni frá PETA krafðist Jane Birkin þess af Hermes að ítarleg rannsókn yrði gerð á hvernig taskan er framleidd annars mundi hún óska eftir því að taskan væri ekki lengur seld í hennar nafni.
Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour Topplistinn: Uppáhalds snyrtivörur Glamour Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Geimverur í Gucci: Nýjasta herferð tískuhússins gerist í geimnum Glamour Yfirgefur Burberry eftir 17 ár Glamour Föt og fylgihlutir frá Beyonce Glamour Fögnuðu komu Rimmel til Íslands Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour