Flugverð lækkar á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2016 11:33 Flugverð lækkar á milli ára. Vísir/GVA Um 20 prósent ódýrara er nú að fljúga frá Íslandi sé miðað við sama tíma og í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní í ár. Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.Breyting á flugverði milli ára.Að meðaltali má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann nú en fyrir ári. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar, en rúmlega 30.000 krónum ódýrara er að kaupa flug þangað núna en á sama tíma á síðasta ári. Nú er um 9-40 prósent ódýrara að kaupa flugmiða til þeirra áfangastaða sem kannaðir voru í könnun Dohop, að undanskildu Helsinki, sem er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent. Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston. Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd. Fréttir af flugi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Um 20 prósent ódýrara er nú að fljúga frá Íslandi sé miðað við sama tíma og í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní í ár. Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.Breyting á flugverði milli ára.Að meðaltali má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann nú en fyrir ári. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar, en rúmlega 30.000 krónum ódýrara er að kaupa flug þangað núna en á sama tíma á síðasta ári. Nú er um 9-40 prósent ódýrara að kaupa flugmiða til þeirra áfangastaða sem kannaðir voru í könnun Dohop, að undanskildu Helsinki, sem er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent. Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston. Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd.
Fréttir af flugi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira