Audi frumsýnir nýjan A5 coupe Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2016 09:37 Nýr Audi A5 coupe. Í gær frumsýndi Audi nýja gerð A5 bíls síns í höfuðstöðvum sínum í Ingolstadt. Audi er byggður á nýjum A4 sem einnig er nýkominn á markað. Að ytra útliti er bíllinn nú með skarpari línum en forverinn og enn fallegri. Audi hefur tekist að létta bílinn um 60 kíló og minnka vindstuðul hans í 0,25 og fyrir vikið ætti hann að eyða minna þó svo Audi hafi ekki gefið upp eyðslutölur hans. Bíllinn fæst með nokkrum vélargerðum, bæði með dísilvélum og bensínvélum, frá 187 til 286 hestöfl, en S5 coupe sportútgáfa hans er með 349 hestafla vél. Öflugasta dísilvélin er 286 hestöfl og með 3,0 lítra sprengirými og sá bíll er fjórhjóladrifinn. Það á einnig við S5 coupe gerðina og fæst hann eingöngu með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýr A5 hefur stækkað og innanrýmið orðið talsvert stærra. Verð bílsins er frá 5,2 til 7,7 milljónum fyrir Audi S5 coupe bílinn. Þó má búast við því að hann verði öllu dýrari hér á landi. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent
Í gær frumsýndi Audi nýja gerð A5 bíls síns í höfuðstöðvum sínum í Ingolstadt. Audi er byggður á nýjum A4 sem einnig er nýkominn á markað. Að ytra útliti er bíllinn nú með skarpari línum en forverinn og enn fallegri. Audi hefur tekist að létta bílinn um 60 kíló og minnka vindstuðul hans í 0,25 og fyrir vikið ætti hann að eyða minna þó svo Audi hafi ekki gefið upp eyðslutölur hans. Bíllinn fæst með nokkrum vélargerðum, bæði með dísilvélum og bensínvélum, frá 187 til 286 hestöfl, en S5 coupe sportútgáfa hans er með 349 hestafla vél. Öflugasta dísilvélin er 286 hestöfl og með 3,0 lítra sprengirými og sá bíll er fjórhjóladrifinn. Það á einnig við S5 coupe gerðina og fæst hann eingöngu með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýr A5 hefur stækkað og innanrýmið orðið talsvert stærra. Verð bílsins er frá 5,2 til 7,7 milljónum fyrir Audi S5 coupe bílinn. Þó má búast við því að hann verði öllu dýrari hér á landi.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent