Aukning í sölu bíla 49,3% það sem af er ári Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 16:29 Bílaumferð á Laugavegi. Sala á nýjum fólksbílum í maí jókst um 29,8% miðað við sama mánuð á síðastliðnu ári. Í mánuðinum voru seldir 3.392 nýir fólksbílar en þeir voru 2.614 í fyrra. Nýskráðir fólksbílar á árinu eru komnir í 9.270 bíla á móti 6.208 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3.062 bíla og 49,3% vöxt. Jákvæð þróun í nýskráningu nýrra bíla heldur áfram það sem af er þessu ári. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra bíla ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Enn er nokkuð í land en horfurnar eru góðar. Um það bil helmingur nýskráðra bíla hér á landi eru bílaleigubílar en ört stækkandi markaður er fyrir bílaleigubíla samfara aukinni ferðamennsku hér á landi. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent
Sala á nýjum fólksbílum í maí jókst um 29,8% miðað við sama mánuð á síðastliðnu ári. Í mánuðinum voru seldir 3.392 nýir fólksbílar en þeir voru 2.614 í fyrra. Nýskráðir fólksbílar á árinu eru komnir í 9.270 bíla á móti 6.208 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3.062 bíla og 49,3% vöxt. Jákvæð þróun í nýskráningu nýrra bíla heldur áfram það sem af er þessu ári. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra bíla ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Enn er nokkuð í land en horfurnar eru góðar. Um það bil helmingur nýskráðra bíla hér á landi eru bílaleigubílar en ört stækkandi markaður er fyrir bílaleigubíla samfara aukinni ferðamennsku hér á landi.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent