Mikil bílasala í Evrópu í maí Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 16:16 Bílaumferð í Barcelona. Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent
Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent