Upplifðu gamlar minningar, tilfinningar og drauma Magnús Guðmundsson skrifar 2. júní 2016 11:00 Hluti þeirra listamanna sem bjóða upp á einstakt ferðalag í Snarfarahöfn á Listahátíðinni í Reykjavík. Visir/Hanna Það fer bara einn áhorfandi í gegn í einu á átta mínútna fresti,“ segir Gunnar Hansson, framkvæmdastjóri listviðburðarins Phoenix Reykjavík Edition, sem er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Viðburðurinn er haldinn í Snarfarahöfninni við Elliðavog og hefur verið lýst sem ferðalagi um landslag tilfinninga. Gesturinn er leiddur um höfnina, báta, tjöld og fjöruna og upplifir ógleymanlegt ferðalag. „Þetta er braut sem farið er í gegnum og það tekur um níutíu mínútur fyrir hvern og einn gest. Hver ferð inniheldur átta stöðvar þar sem er staðnæmst í ákveðnu rými og á flestum stöðunum eru listamenn sem taka á móti viðkomandi. Þetta eru rými sem við erum búin að útbúa eins og t.d. yfirgefinn bíll, þrír bátar, kofi sem við smíðuðum úr alls konar drasli sem við fundum á hafnarsvæðinu en þetta er allt unnið út frá Snarfarahöfn. Málið er að sýningin lagar sig að þeim stað sem hún er á hverju sinni en allir staðirnir eiga það sameiginlegt að vera hafnarsvæði. Hún hefur verið í Árósum, Kaupmannahöfn og í hafnarbæ skammt frá Mílanó.Frá vöggu til grafar Gunnar heldur utan um sýninguna og segir að listamönnunum sem komi að verkefninu sé helst lýst með slettunni performansartistar. „Það er á aðeins gráu svæði hvort eigi að kalla þetta þátttökuleikhús eða þátttökulist. En það er samt mikilvægt að fólk átti sig á því að það þarf ekki að gera neitt sem það vill ekki gera. Það einfaldlega kemur inn í rými þar sem það upplifir mismunandi hluti og þessar upplifanir eru í raun mjög ólíkar.“ Heiti viðburðarins vísar í egypsku goðsagnaveruna Fönix, rauðan og gullinn fugl, sem endar lífdaga sína með því að brenna sjálfan sig en rísa svo upp endurfæddur úr öskunni. Gunnar segir að þau vilji þó að sumu leyti ekki segja of mikið um viðburðinn út frá nafninu. „Málið er að þetta skiptir ekki endilega svo miklu máli fyrir áhorfendur því að hver upplifir þetta á sinn hátt þó svo þetta skipti ákveðnu máli fyrir listamennina. En það er óneitanlega þarna tenging við að maður endurfæðist eins og fuglinn Fönix og þá vonandi í gegnum þessa reynslu. En verkið er soldið um þetta hringferli að fæðast, vaxa og þroskast og svo að deyja og endurfæðast og öll höfum við vængi.Gunnar Hansson í einum áfangastaða ferðalagisns Phoenix Reykjavík Edition.Visir/HannaLukkuhlutverk Listamennirnir eru frá fimm löndum og það fyndna er að ég vissi ekkert almennilega út í hvað ég var að fara þegar ég réð mig í þetta en svo kom í ljós að þetta eru miklir listamenn og skemmtilegt verkefni. Hingað komu konur frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Ítalíu. Svo er íslensk listakona sem hefur unnið með þeim frá upphafi, Þóranna Björnsdóttir, en hún sér um hljóðmyndina í þessu. Áhorfendur eru með heyrnartól allan tímann og gps-stjórnað hljóð sem er alveg meiriháttar. En það var danska konan Mette Aakjær sem kom þessu af stað og fékk allt þetta í fólk í lið með sér og er svona vítamínsprautan í þessu en svo skapa þau þetta saman. Sjálfur er ég svo í því lukkuhlutverki að senda fólk af stað og taka á móti því þegar það kemur til baka úr sínu ferðalagi og það er alveg æðislegt. Fólk kemur til baka í einhvers konar losti á mjög svo góðan hátt og það bara vill ekki fara aftur út í hraða samfélagsins, kveikja á símanum og allt þetta sem er að fara með okkur. Hver ferð tekur um níutíu mínútur og það hefur enginn haft á orði að þetta sé of langt en margir sagt að þeir hefðu viljað hafa þetta lengra því þetta var svo ánægjuleg lífsreynsla. Það er svo gott að kúpla sig út úr hraðanum og upplifa hluti sem við tengjum við gamlar minningar, tilfinningar, drauma og hver og einn upplifir þetta á sinn hátt og það er mjög skemmtilegt að verða vitni að því. Núna er veðurspáin góð og því tilvalið að koma í Snarfarahöfn og njóta þessarar fallegu upplifunar. En fyrst er að fara inn á midi.is því þar getur hver og einn bókað sína ferð á þeim brottfarartíma sem hentar viðkomandi. Það eru þrjátíu og átta brottfarir á hverjum degi þannig að það ættu allir að geta fundið sér stund til þess að koma og slökkva á símanum og fara með okkur í ferðalag um náttúruna, tilfinningar, minningar, gleði, hræðslu og drauma. Komdu með.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það fer bara einn áhorfandi í gegn í einu á átta mínútna fresti,“ segir Gunnar Hansson, framkvæmdastjóri listviðburðarins Phoenix Reykjavík Edition, sem er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Viðburðurinn er haldinn í Snarfarahöfninni við Elliðavog og hefur verið lýst sem ferðalagi um landslag tilfinninga. Gesturinn er leiddur um höfnina, báta, tjöld og fjöruna og upplifir ógleymanlegt ferðalag. „Þetta er braut sem farið er í gegnum og það tekur um níutíu mínútur fyrir hvern og einn gest. Hver ferð inniheldur átta stöðvar þar sem er staðnæmst í ákveðnu rými og á flestum stöðunum eru listamenn sem taka á móti viðkomandi. Þetta eru rými sem við erum búin að útbúa eins og t.d. yfirgefinn bíll, þrír bátar, kofi sem við smíðuðum úr alls konar drasli sem við fundum á hafnarsvæðinu en þetta er allt unnið út frá Snarfarahöfn. Málið er að sýningin lagar sig að þeim stað sem hún er á hverju sinni en allir staðirnir eiga það sameiginlegt að vera hafnarsvæði. Hún hefur verið í Árósum, Kaupmannahöfn og í hafnarbæ skammt frá Mílanó.Frá vöggu til grafar Gunnar heldur utan um sýninguna og segir að listamönnunum sem komi að verkefninu sé helst lýst með slettunni performansartistar. „Það er á aðeins gráu svæði hvort eigi að kalla þetta þátttökuleikhús eða þátttökulist. En það er samt mikilvægt að fólk átti sig á því að það þarf ekki að gera neitt sem það vill ekki gera. Það einfaldlega kemur inn í rými þar sem það upplifir mismunandi hluti og þessar upplifanir eru í raun mjög ólíkar.“ Heiti viðburðarins vísar í egypsku goðsagnaveruna Fönix, rauðan og gullinn fugl, sem endar lífdaga sína með því að brenna sjálfan sig en rísa svo upp endurfæddur úr öskunni. Gunnar segir að þau vilji þó að sumu leyti ekki segja of mikið um viðburðinn út frá nafninu. „Málið er að þetta skiptir ekki endilega svo miklu máli fyrir áhorfendur því að hver upplifir þetta á sinn hátt þó svo þetta skipti ákveðnu máli fyrir listamennina. En það er óneitanlega þarna tenging við að maður endurfæðist eins og fuglinn Fönix og þá vonandi í gegnum þessa reynslu. En verkið er soldið um þetta hringferli að fæðast, vaxa og þroskast og svo að deyja og endurfæðast og öll höfum við vængi.Gunnar Hansson í einum áfangastaða ferðalagisns Phoenix Reykjavík Edition.Visir/HannaLukkuhlutverk Listamennirnir eru frá fimm löndum og það fyndna er að ég vissi ekkert almennilega út í hvað ég var að fara þegar ég réð mig í þetta en svo kom í ljós að þetta eru miklir listamenn og skemmtilegt verkefni. Hingað komu konur frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Ítalíu. Svo er íslensk listakona sem hefur unnið með þeim frá upphafi, Þóranna Björnsdóttir, en hún sér um hljóðmyndina í þessu. Áhorfendur eru með heyrnartól allan tímann og gps-stjórnað hljóð sem er alveg meiriháttar. En það var danska konan Mette Aakjær sem kom þessu af stað og fékk allt þetta í fólk í lið með sér og er svona vítamínsprautan í þessu en svo skapa þau þetta saman. Sjálfur er ég svo í því lukkuhlutverki að senda fólk af stað og taka á móti því þegar það kemur til baka úr sínu ferðalagi og það er alveg æðislegt. Fólk kemur til baka í einhvers konar losti á mjög svo góðan hátt og það bara vill ekki fara aftur út í hraða samfélagsins, kveikja á símanum og allt þetta sem er að fara með okkur. Hver ferð tekur um níutíu mínútur og það hefur enginn haft á orði að þetta sé of langt en margir sagt að þeir hefðu viljað hafa þetta lengra því þetta var svo ánægjuleg lífsreynsla. Það er svo gott að kúpla sig út úr hraðanum og upplifa hluti sem við tengjum við gamlar minningar, tilfinningar, drauma og hver og einn upplifir þetta á sinn hátt og það er mjög skemmtilegt að verða vitni að því. Núna er veðurspáin góð og því tilvalið að koma í Snarfarahöfn og njóta þessarar fallegu upplifunar. En fyrst er að fara inn á midi.is því þar getur hver og einn bókað sína ferð á þeim brottfarartíma sem hentar viðkomandi. Það eru þrjátíu og átta brottfarir á hverjum degi þannig að það ættu allir að geta fundið sér stund til þess að koma og slökkva á símanum og fara með okkur í ferðalag um náttúruna, tilfinningar, minningar, gleði, hræðslu og drauma. Komdu með.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira