Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 22:57 Die Antwoord hefja flutning sinn klukkan ellefu. Vísir/Bjarki/EPA Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr. Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr.
Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25