Fótbolti

Gunnleifur um leikinn gegn Austurríki: Þetta verður ævintýralegur dagur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikurinn mikilvægi gegn Austurríki á miðvikudaginn var til umræðu í Sumarmessunni í gærkvöldi.

Þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM og spáðu í framhaldið. Sá síðastnefndi er bjartsýnn fyrir leikinn á Stade de France í París á miðvikudaginn.

„Þetta verður ævintýralegur dagur fyrir okkur þegar við vinnum þá á miðvikudaginn. Strákarnir eru bara að ná sér niður og svo á morgun [í dag] kryfja þeir leikinn,“ sagði Gunnleifur og vísaði til jafnteflisins við Ungverjaland.

Sjá einnig: Strákarnir fengu loksins að hitta konur og börn

Með sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í 16-liða úrslitum en svo gæti farið að jafntefli myndi duga því. Til að fræðast meira um möguleika Íslands í lokaumferð riðlakeppninnar má sjá smella hér.

Hjörvar Hafliðason telur að íslenska liðið eigi að fara varlega inn í leikinn gegn Austurríki.

„Algjörlega. Austurríkismenn verða að henda öllu í okkur undir lokin ef staðan er ennþá markalaus,“ sagði Hjörvar en Austurríki verður að vinna leikinn á móti Íslandi til að eiga möguleika á að komast áfram.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×