Ungverjar: Ísland á skilið okkar virðingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2016 14:30 Szalai fagnar marki sínu gegn Austurríki. vísir/getty Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira