Fjölmiðlamenn elta landsliðið til Saint-Étienne Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 14:00 Strákarnir á Fótbolti.net yfirgefa hótelið sitt í morgun með bros á vör þrátt fyrir vætuna í Annecy. Vísir/Vilhelm Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu og fylgdarlið þeirra héldu í morgun frá alpabænum Annecy áleiðs til Saint-Étienne þar sem strákarnir okkar mæta Portúgölum annað kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, klukkan 21 að staðartíma. Strákarnir æfa á keppnisleikvanginum í dag og fá blaðamenn og myndatökumenn að fylgjast með fyrstu fimmán mínútum af æfingunni. Fyrir æfinguna munu Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson sitja fyrir svörum á blaðamannafundi ásamt öðrum landsliðsþjálfaranum áður en æfingin hefst.Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu og Haukur Harðarson á RÚV á leið upp í rútu.Vísir/VilhelmÍ hópi fjölmiðlamanna má auk fimm starfsmanna íþróttadeildar og fréttastofu 365 miðla finna fulltrúa frá Fótbolti.net, 433.is, Morgunblaðinu og RÚV. Þá er Jóhann Ólafur SIgurðsson, fyrrverandi markvörður Selfyssinga, á vefum UEFA.com í Frakklandi og fylgir íslenska liðinu eftir. Alls voru 17 fjölmiðlamenn í rútuferðinni frá Annecy í morgun en aksturinn til Saint-Étienne tók 2,5 klukkustund.Íslenskir fjölmiðlamenn byrjaðir að vinna í Saint-Étienne.Vísir/VilhelmÍ blaðamannaaðstöðunni við Stade Geoffroy-Guichard leikvanginn í Saint-Étienne hitti hópurinn fyrir Hjört Júlíus Hjartarson, skipstjóra á Akraborginni á X977, og teymi Símans með Gumma Ben í fararbroddi en Gummi er sem kunnugt er í láni hjá Símanum frá íþróttadeild 365 á meðan á EM stendur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 Sænskur blaðamaður um Lars: „Við vorum orðnir gráðugir“ "Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú,“ segir Robert Börjesson. 13. júní 2016 10:30 EM í dag: Ást í loftinu milli íslensks og sænsks blaðamanns Útsendarar Vísis í Frakklandi ræða ferðalagið framundan til Saint-Étienne, bjórbann við leikvanga og óvænta rómantík. 13. júní 2016 09:00 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu og fylgdarlið þeirra héldu í morgun frá alpabænum Annecy áleiðs til Saint-Étienne þar sem strákarnir okkar mæta Portúgölum annað kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, klukkan 21 að staðartíma. Strákarnir æfa á keppnisleikvanginum í dag og fá blaðamenn og myndatökumenn að fylgjast með fyrstu fimmán mínútum af æfingunni. Fyrir æfinguna munu Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson sitja fyrir svörum á blaðamannafundi ásamt öðrum landsliðsþjálfaranum áður en æfingin hefst.Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu og Haukur Harðarson á RÚV á leið upp í rútu.Vísir/VilhelmÍ hópi fjölmiðlamanna má auk fimm starfsmanna íþróttadeildar og fréttastofu 365 miðla finna fulltrúa frá Fótbolti.net, 433.is, Morgunblaðinu og RÚV. Þá er Jóhann Ólafur SIgurðsson, fyrrverandi markvörður Selfyssinga, á vefum UEFA.com í Frakklandi og fylgir íslenska liðinu eftir. Alls voru 17 fjölmiðlamenn í rútuferðinni frá Annecy í morgun en aksturinn til Saint-Étienne tók 2,5 klukkustund.Íslenskir fjölmiðlamenn byrjaðir að vinna í Saint-Étienne.Vísir/VilhelmÍ blaðamannaaðstöðunni við Stade Geoffroy-Guichard leikvanginn í Saint-Étienne hitti hópurinn fyrir Hjört Júlíus Hjartarson, skipstjóra á Akraborginni á X977, og teymi Símans með Gumma Ben í fararbroddi en Gummi er sem kunnugt er í láni hjá Símanum frá íþróttadeild 365 á meðan á EM stendur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 Sænskur blaðamaður um Lars: „Við vorum orðnir gráðugir“ "Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú,“ segir Robert Börjesson. 13. júní 2016 10:30 EM í dag: Ást í loftinu milli íslensks og sænsks blaðamanns Útsendarar Vísis í Frakklandi ræða ferðalagið framundan til Saint-Étienne, bjórbann við leikvanga og óvænta rómantík. 13. júní 2016 09:00 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00
Sænskur blaðamaður um Lars: „Við vorum orðnir gráðugir“ "Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú,“ segir Robert Börjesson. 13. júní 2016 10:30
EM í dag: Ást í loftinu milli íslensks og sænsks blaðamanns Útsendarar Vísis í Frakklandi ræða ferðalagið framundan til Saint-Étienne, bjórbann við leikvanga og óvænta rómantík. 13. júní 2016 09:00