Þór/KA komst örugglega í átta liða úrslit Borgunarbikars-kvenna með 6-0 sigri á Grindavík á Akureyri í dag.
Staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútu, en Hulda Ósk Jónsdóttir, Sandra María Jessen og Andrea Mist Pálsdóttir skoruðu fyrstu þrjú mörkin.
Sandra Gutierrez bætti við tveimur mörkum fyrir hlé og staðan var 5-0 fyrir Þór/KA í hálfleik.
Spennan var því ekki mikil í síðari hálfleik, en Sandra María Jessen bætti við öðru marki sínu og sjötta marki Akureyrarliðsins á 61. mínútu.
Lokatölur því 6-0 sigur Þór/KA og þær eru því komnar í átta liða úrslitin ásamt ÍBV, Fylkir, Breiðablik, Haukum og Stjörnunni.
Leikur Selfoss og Vals er nú í gangi og á morgun mætast HK/Víkingur og Þróttur.
Markaskorar og úrslit eru fengin frá úrslit.net.
Þór/KA auðveldlega áfram
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið
Íslenski boltinn

„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
Íslenski boltinn

„Það er æfing á morgun“
Íslenski boltinn

Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“
Enski boltinn

„Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“
Íslenski boltinn

Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum
Enski boltinn

