Þór/KA komst örugglega í átta liða úrslit Borgunarbikars-kvenna með 6-0 sigri á Grindavík á Akureyri í dag.
Staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútu, en Hulda Ósk Jónsdóttir, Sandra María Jessen og Andrea Mist Pálsdóttir skoruðu fyrstu þrjú mörkin.
Sandra Gutierrez bætti við tveimur mörkum fyrir hlé og staðan var 5-0 fyrir Þór/KA í hálfleik.
Spennan var því ekki mikil í síðari hálfleik, en Sandra María Jessen bætti við öðru marki sínu og sjötta marki Akureyrarliðsins á 61. mínútu.
Lokatölur því 6-0 sigur Þór/KA og þær eru því komnar í átta liða úrslitin ásamt ÍBV, Fylkir, Breiðablik, Haukum og Stjörnunni.
Leikur Selfoss og Vals er nú í gangi og á morgun mætast HK/Víkingur og Þróttur.
Markaskorar og úrslit eru fengin frá úrslit.net.
Þór/KA auðveldlega áfram
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti


Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn