Ekki gleyma að taka með þér flugnanet Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2016 10:00 Nokkar flugur á tjaldi á Skagaheiði Mynd: Elías Pétur Þórarinsson/Veiðikortið Útiveran og góður félagsskapur er eitt af því sem togar veiðimenn að bakkanum dag eftir dag en það er þó stundum annað sem fylgir þessari útiveru. Þeir sem hafa staðið löngum stundum við ár- og vatnsbakka vita vel að það getur verið geysilega mikil fluga við suma veiðistaði. Stundum er óværan svo mikil að það er ekki einu sinni hægt að veiða þó það sé flugnanet á höfðinu því þær leggja sig virkilega fram við að finna einhverja smugu inn. Það á þó sérstaklega við um bitmýið sem getur verið hvimleitt svo vægt sé til orða tekið. Hafi maður einhvern tímann á veiðiferlinum lent í því að vera bitinn mikið gleymist það seint. Það er þess vegna mikilvægt fyrir veiðitúrinn að muna eftir bæði góðu flugnaneti sem og flugnaspreyi sem fælir frá eða kemur í veg fyrir að þær staldri nógu lengi við á húðinni til að stinga. Það eru til plástar sem fæla flugur frá, lyktarkúlur, sprey, Roll-On bara svo nokkrir hlutir eru nefndir sem eiga að vera í öllum veiðitöskum og í raun staðalbúnaður þegar ferðast er um Ísland á sumrin. Það er þess vegna ekki að ósekja að við skellum inn þessari léttu áminningu því heiðarvötnin hafa nokkur þegar opnað fyrir veiðimönnum og fleiri opna núna um 20. júní. Það er mikill fjöldi af fólki sem fer uppá Arnarvatnsheiði, Veiðivötn oh Skagaheiði til að njóta veiðinnar og það vill svo leiðinlega til að þetta eru nokkur höfuðvígi flugnagers sem á vondum dögum leggst yfir veiðistaði eins og þoka. Við ætlum því að minna ykkur á að gleyma ekki flugnanetinu. Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði
Útiveran og góður félagsskapur er eitt af því sem togar veiðimenn að bakkanum dag eftir dag en það er þó stundum annað sem fylgir þessari útiveru. Þeir sem hafa staðið löngum stundum við ár- og vatnsbakka vita vel að það getur verið geysilega mikil fluga við suma veiðistaði. Stundum er óværan svo mikil að það er ekki einu sinni hægt að veiða þó það sé flugnanet á höfðinu því þær leggja sig virkilega fram við að finna einhverja smugu inn. Það á þó sérstaklega við um bitmýið sem getur verið hvimleitt svo vægt sé til orða tekið. Hafi maður einhvern tímann á veiðiferlinum lent í því að vera bitinn mikið gleymist það seint. Það er þess vegna mikilvægt fyrir veiðitúrinn að muna eftir bæði góðu flugnaneti sem og flugnaspreyi sem fælir frá eða kemur í veg fyrir að þær staldri nógu lengi við á húðinni til að stinga. Það eru til plástar sem fæla flugur frá, lyktarkúlur, sprey, Roll-On bara svo nokkrir hlutir eru nefndir sem eiga að vera í öllum veiðitöskum og í raun staðalbúnaður þegar ferðast er um Ísland á sumrin. Það er þess vegna ekki að ósekja að við skellum inn þessari léttu áminningu því heiðarvötnin hafa nokkur þegar opnað fyrir veiðimönnum og fleiri opna núna um 20. júní. Það er mikill fjöldi af fólki sem fer uppá Arnarvatnsheiði, Veiðivötn oh Skagaheiði til að njóta veiðinnar og það vill svo leiðinlega til að þetta eru nokkur höfuðvígi flugnagers sem á vondum dögum leggst yfir veiðistaði eins og þoka. Við ætlum því að minna ykkur á að gleyma ekki flugnanetinu.
Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði