Bugatti Chiron á að slá hraðaheimsmetið Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 15:28 Bugatti Chiron á Goodwood Festival of Speed. Það kemur kannski fáum á óvart að Bugatti menn ætli að gera tilraun til heimsmetssláttar á hraðameti fjöldaframleiddra bíla. Bugatti Chiron hefur þegar náð 431 km hraða á braut sem Volkswagen á, Ehra-Lessing brautinni. Samkvæmt upplýsingum frá Bugatti getur Chiron bíllinn náð allt að 463 km hraða, en það hefur þó ekki verið reynt enn sem komið er. Það er ekki það sama að reikna út hugsanlega hámarkshraða bíls út frá afli hans og loftflæðis og svo að reyna rauverulegan hámarkhraða hans á braut, en nú stendur til að reyna á það. Það gæti þó reynst talsvert langt í þessa tilraun, eða hugsanlega ekki fyrr en árið 2018 og þá aftur á Ehra-Lessing braut Volkswagen, sem er 21 km löng. Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent
Það kemur kannski fáum á óvart að Bugatti menn ætli að gera tilraun til heimsmetssláttar á hraðameti fjöldaframleiddra bíla. Bugatti Chiron hefur þegar náð 431 km hraða á braut sem Volkswagen á, Ehra-Lessing brautinni. Samkvæmt upplýsingum frá Bugatti getur Chiron bíllinn náð allt að 463 km hraða, en það hefur þó ekki verið reynt enn sem komið er. Það er ekki það sama að reikna út hugsanlega hámarkshraða bíls út frá afli hans og loftflæðis og svo að reyna rauverulegan hámarkhraða hans á braut, en nú stendur til að reyna á það. Það gæti þó reynst talsvert langt í þessa tilraun, eða hugsanlega ekki fyrr en árið 2018 og þá aftur á Ehra-Lessing braut Volkswagen, sem er 21 km löng.
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent