Elmar: Fáranlegasta Disney mynd hefði ekki getað skrifað þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 22:39 Elmar fagnar í leikslok. vísir/getty Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. „Það gekk ágætlega þegar ég fékk hann. Ég átti reyndar að fá nokkrar aukaspyrnur sem ég fékk ekki, en ég náði að jagast aðeins í þeim og drepa tíma upp í hornunum," sagði Elmar í samtali við Vísi. „Svo fengum við eitt tækifæri eftir að ég kom inná svo ég er ágætleg sáttur með mína innkomu. Ég hef aldrei séð aðra eins varnalínu." Elmar hrósaði sérstaklega varnarlínu íslenska liðsins sem var gjörsamlega frábær í leiknum í kvöld. „Kári, Raggi, Ari og Birkir. Ég verð að taka Ragga sérstaklega, þetta var "world class" hjá honum. Ef eitthvað lið kaupir hann ekki þá eru það stór mistök." „Stemningin í klefanum var ótrúleg. Menn voru bara syngjandi og dansandi, hringjandi í fjölskyldumeðlimi sem voru í tárum. Þetta var óendanlega ljúf tilfinning og við viljum ekki að þetta stoppi." Varamaðurinn sem lagði upp sigurmarkið í síðasta leik segir að England hafi verið með þunga þjóðina á bakinu á meðan íslenska þjóðið bar strákana áfram. „Mér leið pínu eins og að England væri með þunga þjóðina á bakinu, á meðan þjóðin okkar bar okkur áfram í þessu. Það er stór munur þar á." „Við finnum hvernig þjóðin gefur okkur vængi og við getum virkilega nýtt það vel. Maður sá hvernig smátt og smátt þeir bognuðu undan pressunni og á endanum var þetta verðskuldað." „Fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta. Ef Raggi hefði skorað með hjólhestaspyrnu, hversu asnalegt hefði það litið úr bíómynd? Já, þú skoraðir gegn Englandi með hjólhestaspyrnu." „Það hefði enginn trúað því, en þetta er að detta fyrir okkur því við erum að vinna sem liðsheild og þetta var frábært," sagði Elmar við Vísi í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. „Það gekk ágætlega þegar ég fékk hann. Ég átti reyndar að fá nokkrar aukaspyrnur sem ég fékk ekki, en ég náði að jagast aðeins í þeim og drepa tíma upp í hornunum," sagði Elmar í samtali við Vísi. „Svo fengum við eitt tækifæri eftir að ég kom inná svo ég er ágætleg sáttur með mína innkomu. Ég hef aldrei séð aðra eins varnalínu." Elmar hrósaði sérstaklega varnarlínu íslenska liðsins sem var gjörsamlega frábær í leiknum í kvöld. „Kári, Raggi, Ari og Birkir. Ég verð að taka Ragga sérstaklega, þetta var "world class" hjá honum. Ef eitthvað lið kaupir hann ekki þá eru það stór mistök." „Stemningin í klefanum var ótrúleg. Menn voru bara syngjandi og dansandi, hringjandi í fjölskyldumeðlimi sem voru í tárum. Þetta var óendanlega ljúf tilfinning og við viljum ekki að þetta stoppi." Varamaðurinn sem lagði upp sigurmarkið í síðasta leik segir að England hafi verið með þunga þjóðina á bakinu á meðan íslenska þjóðið bar strákana áfram. „Mér leið pínu eins og að England væri með þunga þjóðina á bakinu, á meðan þjóðin okkar bar okkur áfram í þessu. Það er stór munur þar á." „Við finnum hvernig þjóðin gefur okkur vængi og við getum virkilega nýtt það vel. Maður sá hvernig smátt og smátt þeir bognuðu undan pressunni og á endanum var þetta verðskuldað." „Fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta. Ef Raggi hefði skorað með hjólhestaspyrnu, hversu asnalegt hefði það litið úr bíómynd? Já, þú skoraðir gegn Englandi með hjólhestaspyrnu." „Það hefði enginn trúað því, en þetta er að detta fyrir okkur því við erum að vinna sem liðsheild og þetta var frábært," sagði Elmar við Vísi í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira