Elmar: Fáranlegasta Disney mynd hefði ekki getað skrifað þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 22:39 Elmar fagnar í leikslok. vísir/getty Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. „Það gekk ágætlega þegar ég fékk hann. Ég átti reyndar að fá nokkrar aukaspyrnur sem ég fékk ekki, en ég náði að jagast aðeins í þeim og drepa tíma upp í hornunum," sagði Elmar í samtali við Vísi. „Svo fengum við eitt tækifæri eftir að ég kom inná svo ég er ágætleg sáttur með mína innkomu. Ég hef aldrei séð aðra eins varnalínu." Elmar hrósaði sérstaklega varnarlínu íslenska liðsins sem var gjörsamlega frábær í leiknum í kvöld. „Kári, Raggi, Ari og Birkir. Ég verð að taka Ragga sérstaklega, þetta var "world class" hjá honum. Ef eitthvað lið kaupir hann ekki þá eru það stór mistök." „Stemningin í klefanum var ótrúleg. Menn voru bara syngjandi og dansandi, hringjandi í fjölskyldumeðlimi sem voru í tárum. Þetta var óendanlega ljúf tilfinning og við viljum ekki að þetta stoppi." Varamaðurinn sem lagði upp sigurmarkið í síðasta leik segir að England hafi verið með þunga þjóðina á bakinu á meðan íslenska þjóðið bar strákana áfram. „Mér leið pínu eins og að England væri með þunga þjóðina á bakinu, á meðan þjóðin okkar bar okkur áfram í þessu. Það er stór munur þar á." „Við finnum hvernig þjóðin gefur okkur vængi og við getum virkilega nýtt það vel. Maður sá hvernig smátt og smátt þeir bognuðu undan pressunni og á endanum var þetta verðskuldað." „Fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta. Ef Raggi hefði skorað með hjólhestaspyrnu, hversu asnalegt hefði það litið úr bíómynd? Já, þú skoraðir gegn Englandi með hjólhestaspyrnu." „Það hefði enginn trúað því, en þetta er að detta fyrir okkur því við erum að vinna sem liðsheild og þetta var frábært," sagði Elmar við Vísi í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. „Það gekk ágætlega þegar ég fékk hann. Ég átti reyndar að fá nokkrar aukaspyrnur sem ég fékk ekki, en ég náði að jagast aðeins í þeim og drepa tíma upp í hornunum," sagði Elmar í samtali við Vísi. „Svo fengum við eitt tækifæri eftir að ég kom inná svo ég er ágætleg sáttur með mína innkomu. Ég hef aldrei séð aðra eins varnalínu." Elmar hrósaði sérstaklega varnarlínu íslenska liðsins sem var gjörsamlega frábær í leiknum í kvöld. „Kári, Raggi, Ari og Birkir. Ég verð að taka Ragga sérstaklega, þetta var "world class" hjá honum. Ef eitthvað lið kaupir hann ekki þá eru það stór mistök." „Stemningin í klefanum var ótrúleg. Menn voru bara syngjandi og dansandi, hringjandi í fjölskyldumeðlimi sem voru í tárum. Þetta var óendanlega ljúf tilfinning og við viljum ekki að þetta stoppi." Varamaðurinn sem lagði upp sigurmarkið í síðasta leik segir að England hafi verið með þunga þjóðina á bakinu á meðan íslenska þjóðið bar strákana áfram. „Mér leið pínu eins og að England væri með þunga þjóðina á bakinu, á meðan þjóðin okkar bar okkur áfram í þessu. Það er stór munur þar á." „Við finnum hvernig þjóðin gefur okkur vængi og við getum virkilega nýtt það vel. Maður sá hvernig smátt og smátt þeir bognuðu undan pressunni og á endanum var þetta verðskuldað." „Fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta. Ef Raggi hefði skorað með hjólhestaspyrnu, hversu asnalegt hefði það litið úr bíómynd? Já, þú skoraðir gegn Englandi með hjólhestaspyrnu." „Það hefði enginn trúað því, en þetta er að detta fyrir okkur því við erum að vinna sem liðsheild og þetta var frábært," sagði Elmar við Vísi í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira