Risarnir í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2016 09:00 Hjörleifur Steinarsson með stórlax úr Eystri Rangá. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Við höfum greint frá góðum gangi í klakveiðinni í Eystri Rangá en henni er nú að ljúka og áin verður hvíld fyrir veiðimenn. Það hefur sjaldan eða aldrei gengið jafn vel í Eystri Rangá í klakveiðinni en hún er undirstaða þess að gera ánni að veiðiá. Laxarnir sem eru veiddir fyrst á tímabilinu eru notaðir til undaneldis og hefur afraksturinn af þeirri vinnu verið mjög góður en það má best sjá á veiðitölum síðustu ára. Í heildina eru komnir um 400 laxar í klakið og er það nærri því að vera það magn sem þarf. Laxarnir eru stórir þetta árið en mikið af þeim laxi sem þegar er búið að setja í kistur er 80 sm og stærri. það hefur varla sést smálax ennþá í ánni og það er töluvert mikið af laxi í henni nú þegar sem þýðir að opnunin um helgina gæti orðið sú besta hingað til og miðað við árangurinn í Ytri Rangá í opnun þá eru veiðimenn sem eiga stangir fyrstu dagana eðlilega orðnir spenntir. Ríkarður Hjálmarsson og Hjörleifur Steinarsson voru í hóp þeirra sem voru að ná í klakfisk og náðu þeir meðal annars í þessa tvo stórlaxa sem sjást á meðfylgjandi myndum og að sögn þeirra sem hafa verið við ánna síðustu daga í klakinu er nóg af þessum tröllum ennþá í hyljum hennar. Mest lesið Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Íslenska fluguveiðisýningin hefst í dag Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Metopnun í Selá Veiði Bjarni gefur kost á sér áfram til formennsku SVFR Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið af sjóbirting við Lýsu Veiði
Við höfum greint frá góðum gangi í klakveiðinni í Eystri Rangá en henni er nú að ljúka og áin verður hvíld fyrir veiðimenn. Það hefur sjaldan eða aldrei gengið jafn vel í Eystri Rangá í klakveiðinni en hún er undirstaða þess að gera ánni að veiðiá. Laxarnir sem eru veiddir fyrst á tímabilinu eru notaðir til undaneldis og hefur afraksturinn af þeirri vinnu verið mjög góður en það má best sjá á veiðitölum síðustu ára. Í heildina eru komnir um 400 laxar í klakið og er það nærri því að vera það magn sem þarf. Laxarnir eru stórir þetta árið en mikið af þeim laxi sem þegar er búið að setja í kistur er 80 sm og stærri. það hefur varla sést smálax ennþá í ánni og það er töluvert mikið af laxi í henni nú þegar sem þýðir að opnunin um helgina gæti orðið sú besta hingað til og miðað við árangurinn í Ytri Rangá í opnun þá eru veiðimenn sem eiga stangir fyrstu dagana eðlilega orðnir spenntir. Ríkarður Hjálmarsson og Hjörleifur Steinarsson voru í hóp þeirra sem voru að ná í klakfisk og náðu þeir meðal annars í þessa tvo stórlaxa sem sjást á meðfylgjandi myndum og að sögn þeirra sem hafa verið við ánna síðustu daga í klakinu er nóg af þessum tröllum ennþá í hyljum hennar.
Mest lesið Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Íslenska fluguveiðisýningin hefst í dag Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Metopnun í Selá Veiði Bjarni gefur kost á sér áfram til formennsku SVFR Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið af sjóbirting við Lýsu Veiði