Fótbolti

David Alaba kæmist ekki í íslenska hópinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson vill bara hafa sína stráka.
Heimir Hallgrímsson vill bara hafa sína stráka. vísir/vilhelm
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, býst við erfiðum leik gegn Austurríki á Stade de France á laugardaginn þar sem strákarnir okkar kveðja Evrópumótið takist þeim ekki að ná úrslitum.

Austurríska liðið var frábært í undankeppninni og valtaði yfir sinn riðil. Það var búið að skora í 22 leikjum í röð þar til það kom á EM þar sem það hefur aðeins hikstað. Austurríkismenn eru með eitt stig eftir tap gegn Ungverjalandi og jafntefli gegn Portúgal. Liðið er samt mjög vel mannað.

Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund strákanna í heild sinni | Myndband

„Við þekkjum Arnatauvic úr Stoke og við þekkjum fleiri leikmenn úr stórum deildum. Janko er að spila með Birki hjá Basel,“ sagði Heimir.

„Austurríki missti tíuna sína út vegna meiðsla og ég vona að hún verði áfram meidd. Sá er áhrifamikill í sóknarleiknum hjá þeim. Þetta eru allt upplýsingar sem allir eiga að vita en við ætlum ekki að leikgreina þá hér. Það væri ófaglegt.“

Lokaspurningin á blaðamannafundi Íslands í Annecy í dag var frá austurrískum blaðamanni sem vildi vita hvaða leikmann úr austurríska liðinu Heimir væri til í að fá í sitt lið.

„Ég er frekar ánægður með leikmennina mína þannig ég er sáttur með mína stráka,“ svaraði heimir.

Ekki einu sinni David Alaba? „Eins og ég sagði þá er ég svo ánægður og stoltur af mínum leikmönnum að enginn annar kæmist í hópinn í dag,“ sagði Heimir Hallgrímsson.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Eiður Smári: Vil ekki að þetta hætti

"Þetta er eins og að fara í Disneyland í fyrsta skipti,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um upplifun sína af EM í Frakklandi til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×