Bestu vinir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Dýr efla hið góða í manneskjunni. Þau sýna skilyrðislausa ást en krefja mann ekki um ást,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir í föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Sigurborg ræddi meðal annars hundahald í þéttbýli, en hundaeigendum hefur verið tíðrætt um hversu óvelkomnir hundar séu víðast hvar. Sigurborg ræddi sögulegar skýringar þessarar óvildar, þegar heilasulli var útrýmt hér með hundahreinsunum. Hundar eru sannarlega óvelkomnir víða. Eigendum er óheimilt að notast við almenningssamgöngur með dýr sín, en þau eru algeng sýn víða erlendis í lestum og strætisvögnum, rétt eins og á kaffihúsum, verslunum og annars staðar úti meðal fólks. Þá er réttur þeirra hér til íbúðar í fjölbýlishúsum takmarkaður. Hundar og kettir hafa fylgt manninum frá örófi alda. Eðlilega getur sambúð dýra í nábýli við annað fólk en eigendur þeirra valdið árekstrum og rétturinn til að halda gæludýr takmarkast af rétti nágranna til að lifa sínu lífi án óþæginda og ónæðis sem dýrin geta valdið. Því fylgir ábyrgð að eiga gæludýr gagnvart bæði öðru fólki og umhverfinu. Hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum er bannað, nema með samþykki annarra eigenda. Tveir þriðju hluti eigenda þurfa að samþykkja dýrin. Í maí vakti athygli barátta þriggja hundaeigenda í Stakkholti fyrir því að fá að hafa hundana sína í blokkinni. Eigendurnir sögðust hafa lagt sig fram við að láta sem minnsta truflun vera af hundunum. Þeim hafi ekki fylgt óþrifnaður, lítið hafi heyrst í þeim og þeir komi sáralítið inn í sameign hússins. Svo fór að þeim var gert að losa sig við hundana. Eigendur hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að gera það sem þeir kjósa í híbýlum sínum, svo fremi sem það hefur ekki ónæði eða röskun fyrir aðra í för með sér. Mönnum er frjálst að hagnýta eignir sínar á hvern þann hátt sem telst löglegur, eðlilegur og venjubundinn. Rétt eins og eigandi á almennt ekki kröfu á því að nágrannar hans taki, við hagnýtingu sinna eigna, tillit til veikleika hans eða viðkvæmni. Mörkin milli þess, sem leyfilegt er og óleyfilegt, þess sem umbera verður og þess sem ekki má, eru ákvörðuð samkvæmt almennum mælikvarða. Auðvitað eru til sjónarmið sem styðja það að reglur þurfi að vera til um gæludýrahald í þéttbýli en það sama má segja um svo margt annað. Hvað með reglur til að vernda fólk gegn lélegum tónlistarsmekk nágranna, mikilli framkvæmdagleði eða hverju öðru sem getur skert lífsgæði í fjölbýlishúsum? Þegar ágreiningur kemur upp í fjöleignahúsi, eins og annars staðar í mannlegum samskiptum, er meginreglan sú að fólk leysir úr þeim vandamálum sín á milli en hægt er að leita ásjár réttarvörslukerfisins ef vandamálið keyrir um þverbak. Auðvitað er þessi leið töluvert skárri en boð og bönn um hvað menn megi gera heima hjá sér. Þess vegna er það illskiljanlegt af hverju dýraeigendur séu einir teknir út fyrir sviga burt séð frá því hvort eiginlegt vandamál er til staðar. Hvers eiga þeir að gjalda?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Dýr efla hið góða í manneskjunni. Þau sýna skilyrðislausa ást en krefja mann ekki um ást,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir í föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Sigurborg ræddi meðal annars hundahald í þéttbýli, en hundaeigendum hefur verið tíðrætt um hversu óvelkomnir hundar séu víðast hvar. Sigurborg ræddi sögulegar skýringar þessarar óvildar, þegar heilasulli var útrýmt hér með hundahreinsunum. Hundar eru sannarlega óvelkomnir víða. Eigendum er óheimilt að notast við almenningssamgöngur með dýr sín, en þau eru algeng sýn víða erlendis í lestum og strætisvögnum, rétt eins og á kaffihúsum, verslunum og annars staðar úti meðal fólks. Þá er réttur þeirra hér til íbúðar í fjölbýlishúsum takmarkaður. Hundar og kettir hafa fylgt manninum frá örófi alda. Eðlilega getur sambúð dýra í nábýli við annað fólk en eigendur þeirra valdið árekstrum og rétturinn til að halda gæludýr takmarkast af rétti nágranna til að lifa sínu lífi án óþæginda og ónæðis sem dýrin geta valdið. Því fylgir ábyrgð að eiga gæludýr gagnvart bæði öðru fólki og umhverfinu. Hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum er bannað, nema með samþykki annarra eigenda. Tveir þriðju hluti eigenda þurfa að samþykkja dýrin. Í maí vakti athygli barátta þriggja hundaeigenda í Stakkholti fyrir því að fá að hafa hundana sína í blokkinni. Eigendurnir sögðust hafa lagt sig fram við að láta sem minnsta truflun vera af hundunum. Þeim hafi ekki fylgt óþrifnaður, lítið hafi heyrst í þeim og þeir komi sáralítið inn í sameign hússins. Svo fór að þeim var gert að losa sig við hundana. Eigendur hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að gera það sem þeir kjósa í híbýlum sínum, svo fremi sem það hefur ekki ónæði eða röskun fyrir aðra í för með sér. Mönnum er frjálst að hagnýta eignir sínar á hvern þann hátt sem telst löglegur, eðlilegur og venjubundinn. Rétt eins og eigandi á almennt ekki kröfu á því að nágrannar hans taki, við hagnýtingu sinna eigna, tillit til veikleika hans eða viðkvæmni. Mörkin milli þess, sem leyfilegt er og óleyfilegt, þess sem umbera verður og þess sem ekki má, eru ákvörðuð samkvæmt almennum mælikvarða. Auðvitað eru til sjónarmið sem styðja það að reglur þurfi að vera til um gæludýrahald í þéttbýli en það sama má segja um svo margt annað. Hvað með reglur til að vernda fólk gegn lélegum tónlistarsmekk nágranna, mikilli framkvæmdagleði eða hverju öðru sem getur skert lífsgæði í fjölbýlishúsum? Þegar ágreiningur kemur upp í fjöleignahúsi, eins og annars staðar í mannlegum samskiptum, er meginreglan sú að fólk leysir úr þeim vandamálum sín á milli en hægt er að leita ásjár réttarvörslukerfisins ef vandamálið keyrir um þverbak. Auðvitað er þessi leið töluvert skárri en boð og bönn um hvað menn megi gera heima hjá sér. Þess vegna er það illskiljanlegt af hverju dýraeigendur séu einir teknir út fyrir sviga burt séð frá því hvort eiginlegt vandamál er til staðar. Hvers eiga þeir að gjalda?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun