Arnar: Ein mesta hörmung sem ég hef séð Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 30. júní 2016 22:29 Arnar stýrði Breiðabliki í fyrsta sinn í Evrópuleik í kvöld. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jelgava hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jelgava hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira