Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. júní 2016 16:19 Jónas Sig og Prins Póló leiða saman hesta sína. Vísir Á laugardag opnar Havarí sem er menningarmiðstöð hjónanna Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hasler á sveitabænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Svavar er auðvitað flestum þekktur sem alter-egó sitt Prins póló og það er því við hæfi að opnunarhelgi miðstöðvarinnar verði skreytt tónleikum með honum. Hann verður þó ekki einn á ferð því Jónas Sigurðsson verður honum til halds og trausts á sviðinu á laugardagskvöldið. „Jónas er að snúa til baka úr sjálfskipaðri útlegð á Spáni. Hann hefur verið í kaffibindindi allan tímann og ætlar að rjúfa það hér á laugardaginn. Við erum með svo helvíti gott kaffi hérna nefnilega,“ segir Svavar sem unnið hefur hörðum höndum að því að innrétta hlöðu bæjarins upp á nýtt svo halda megi þar ýmsa menningarviðburði. „Við verðum bara tveir á laugardaginn. Við ætlum standa saman á sviði og hrista lög okkar einhvern veginn saman.“Svavar og Berglind hafa unnið dag og nótt við það að breyta hlöðu sveitabæjarins í menningarmiðstöðina Havarí.Vísir/Svavar PéturFullt veitingarleyfi fyrir 100 mannsHavarí er með fullt veitingaleyfi og verður því í senn kaffihús, skemmtistaður, veitingastaður, sýningarsalur fyrir listaverk og svo auðvitað nýr staður til tónleikahalds. Staðurinn er með leyfi fyrir 100 manns og er Prinsinn á fullu að setja saman dagskrá fyrir sumarið en reikna má með tónleikum þar frá FM Belfast, Markúsi Bjarnasyni og Páli Ragnari Pálssyni ásamt eistnesku söngkonunni Tui Hirv. „Hérna verður því ekki sveitaballafílingur af því leyti að hér verða ekki haldin flöskuböll, enda ekki þörf á því með opinn bar. Hér er líka veitingastaður sem leggur áherslu á steiktan og djúsi grænmetismat og þar eru Bulsurnar okkar í forgrunni.“ Fólk þarf því ekki að mæta með sitt eigið sveitasnakk, eins og landinn var oft kallaður í sveitinni hér í gamla daga. Eina sveitasnakkið á borðstólnum verður það sem Prinsinn og Berglind búa til sjálf úr rófum.Framhald af Havarí í Reykjavík„Þetta verður einhvers konar veitingastaður, menningarmiðstöð og viðburðarrými. Þetta verður einhvers konar framhald af því sem við vorum með hérna fyrir nokkrum árum síðan í miðbæ Reykjavíkur. Við dustuðum rykið af því nafni og þetta er í raun framhald af því. Hérna verða alls kyns uppákomur. Allt frá brúðkaupum, þorrablótum og ýmis konar gjörningum.“ Prinsinn tekur ekki fyrir það að einhvern tíma verði haldin tónlistarhátíð á Karlsstöðum enda sé þar nóg af túnum sem megi tjalda á. Í júlí ætlar hann svo að troða upp í Havarí á hverjum degi klukkan fjögur yfir vöfflukaffi. Miðar á tónleikana á laugardag eru til sölu á tix.is. Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Á laugardag opnar Havarí sem er menningarmiðstöð hjónanna Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hasler á sveitabænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Svavar er auðvitað flestum þekktur sem alter-egó sitt Prins póló og það er því við hæfi að opnunarhelgi miðstöðvarinnar verði skreytt tónleikum með honum. Hann verður þó ekki einn á ferð því Jónas Sigurðsson verður honum til halds og trausts á sviðinu á laugardagskvöldið. „Jónas er að snúa til baka úr sjálfskipaðri útlegð á Spáni. Hann hefur verið í kaffibindindi allan tímann og ætlar að rjúfa það hér á laugardaginn. Við erum með svo helvíti gott kaffi hérna nefnilega,“ segir Svavar sem unnið hefur hörðum höndum að því að innrétta hlöðu bæjarins upp á nýtt svo halda megi þar ýmsa menningarviðburði. „Við verðum bara tveir á laugardaginn. Við ætlum standa saman á sviði og hrista lög okkar einhvern veginn saman.“Svavar og Berglind hafa unnið dag og nótt við það að breyta hlöðu sveitabæjarins í menningarmiðstöðina Havarí.Vísir/Svavar PéturFullt veitingarleyfi fyrir 100 mannsHavarí er með fullt veitingaleyfi og verður því í senn kaffihús, skemmtistaður, veitingastaður, sýningarsalur fyrir listaverk og svo auðvitað nýr staður til tónleikahalds. Staðurinn er með leyfi fyrir 100 manns og er Prinsinn á fullu að setja saman dagskrá fyrir sumarið en reikna má með tónleikum þar frá FM Belfast, Markúsi Bjarnasyni og Páli Ragnari Pálssyni ásamt eistnesku söngkonunni Tui Hirv. „Hérna verður því ekki sveitaballafílingur af því leyti að hér verða ekki haldin flöskuböll, enda ekki þörf á því með opinn bar. Hér er líka veitingastaður sem leggur áherslu á steiktan og djúsi grænmetismat og þar eru Bulsurnar okkar í forgrunni.“ Fólk þarf því ekki að mæta með sitt eigið sveitasnakk, eins og landinn var oft kallaður í sveitinni hér í gamla daga. Eina sveitasnakkið á borðstólnum verður það sem Prinsinn og Berglind búa til sjálf úr rófum.Framhald af Havarí í Reykjavík„Þetta verður einhvers konar veitingastaður, menningarmiðstöð og viðburðarrými. Þetta verður einhvers konar framhald af því sem við vorum með hérna fyrir nokkrum árum síðan í miðbæ Reykjavíkur. Við dustuðum rykið af því nafni og þetta er í raun framhald af því. Hérna verða alls kyns uppákomur. Allt frá brúðkaupum, þorrablótum og ýmis konar gjörningum.“ Prinsinn tekur ekki fyrir það að einhvern tíma verði haldin tónlistarhátíð á Karlsstöðum enda sé þar nóg af túnum sem megi tjalda á. Í júlí ætlar hann svo að troða upp í Havarí á hverjum degi klukkan fjögur yfir vöfflukaffi. Miðar á tónleikana á laugardag eru til sölu á tix.is.
Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32
MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18
Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55