Veislan heldur áfram í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2016 09:00 Þessum flotta laxi var landað og sleppt í vikunni í Víðidalsá. Mynd: Víðidalsá FB Víðidalsá átti hreint frábæra opnun í vikunni en það átti engin von á jafn mikilli veiði fyrstu dagana en töluvert af laxi var þegar gengin í ánna. Okkur er mjög tíðrætt um það hversu vel laxveiðiárnar eru að opna enda er ekki um góðar opnanir heldur frábærar opnanir. Það þykir ekki gott að setja væntingarstuðulinn á einhvern stað sem erfitt er að ná en þetta liggur bara á borðinu þegar tölur eru skoðaðar áratug eða meira aftur í tímann og þá sést að árnar hafa aldrei opnað jafn vel og þær eru að gera nú hver af annari. Opnunarhollið í Víðidalsá var með 59 laxa. Það er veiðitala sem gott holl í júlí er yfirleitt ánægt með en á bestu árunum hafa hollin auðvitað farið í hærri tölu en það er þá á besta tíma. Áin var að opna og eftir fimm daga veiði er hún komin í 125 laxa og stórlaxahlutfallið í henni líklega um 80%. Það er lax að sýna sig í öllum hyljum og aðstæður við bakka Víðidalsár gætu bara ekki verið betri. Víðidalsá átti frábært ár í fyrra þega 1626 löxum var landað og var það í fyrsta skipti síðan 2010 sem áin fór yfir 1000 laxa. Besti tíminn í ánni byrjar venjulega um miðjan júlí og við bíðum spennt eftir því að sjá hvað gerist þegar sá tími kemur í ánni. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Víðidalsá átti hreint frábæra opnun í vikunni en það átti engin von á jafn mikilli veiði fyrstu dagana en töluvert af laxi var þegar gengin í ánna. Okkur er mjög tíðrætt um það hversu vel laxveiðiárnar eru að opna enda er ekki um góðar opnanir heldur frábærar opnanir. Það þykir ekki gott að setja væntingarstuðulinn á einhvern stað sem erfitt er að ná en þetta liggur bara á borðinu þegar tölur eru skoðaðar áratug eða meira aftur í tímann og þá sést að árnar hafa aldrei opnað jafn vel og þær eru að gera nú hver af annari. Opnunarhollið í Víðidalsá var með 59 laxa. Það er veiðitala sem gott holl í júlí er yfirleitt ánægt með en á bestu árunum hafa hollin auðvitað farið í hærri tölu en það er þá á besta tíma. Áin var að opna og eftir fimm daga veiði er hún komin í 125 laxa og stórlaxahlutfallið í henni líklega um 80%. Það er lax að sýna sig í öllum hyljum og aðstæður við bakka Víðidalsár gætu bara ekki verið betri. Víðidalsá átti frábært ár í fyrra þega 1626 löxum var landað og var það í fyrsta skipti síðan 2010 sem áin fór yfir 1000 laxa. Besti tíminn í ánni byrjar venjulega um miðjan júlí og við bíðum spennt eftir því að sjá hvað gerist þegar sá tími kemur í ánni.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði