Veislan heldur áfram í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2016 09:00 Þessum flotta laxi var landað og sleppt í vikunni í Víðidalsá. Mynd: Víðidalsá FB Víðidalsá átti hreint frábæra opnun í vikunni en það átti engin von á jafn mikilli veiði fyrstu dagana en töluvert af laxi var þegar gengin í ánna. Okkur er mjög tíðrætt um það hversu vel laxveiðiárnar eru að opna enda er ekki um góðar opnanir heldur frábærar opnanir. Það þykir ekki gott að setja væntingarstuðulinn á einhvern stað sem erfitt er að ná en þetta liggur bara á borðinu þegar tölur eru skoðaðar áratug eða meira aftur í tímann og þá sést að árnar hafa aldrei opnað jafn vel og þær eru að gera nú hver af annari. Opnunarhollið í Víðidalsá var með 59 laxa. Það er veiðitala sem gott holl í júlí er yfirleitt ánægt með en á bestu árunum hafa hollin auðvitað farið í hærri tölu en það er þá á besta tíma. Áin var að opna og eftir fimm daga veiði er hún komin í 125 laxa og stórlaxahlutfallið í henni líklega um 80%. Það er lax að sýna sig í öllum hyljum og aðstæður við bakka Víðidalsár gætu bara ekki verið betri. Víðidalsá átti frábært ár í fyrra þega 1626 löxum var landað og var það í fyrsta skipti síðan 2010 sem áin fór yfir 1000 laxa. Besti tíminn í ánni byrjar venjulega um miðjan júlí og við bíðum spennt eftir því að sjá hvað gerist þegar sá tími kemur í ánni. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði
Víðidalsá átti hreint frábæra opnun í vikunni en það átti engin von á jafn mikilli veiði fyrstu dagana en töluvert af laxi var þegar gengin í ánna. Okkur er mjög tíðrætt um það hversu vel laxveiðiárnar eru að opna enda er ekki um góðar opnanir heldur frábærar opnanir. Það þykir ekki gott að setja væntingarstuðulinn á einhvern stað sem erfitt er að ná en þetta liggur bara á borðinu þegar tölur eru skoðaðar áratug eða meira aftur í tímann og þá sést að árnar hafa aldrei opnað jafn vel og þær eru að gera nú hver af annari. Opnunarhollið í Víðidalsá var með 59 laxa. Það er veiðitala sem gott holl í júlí er yfirleitt ánægt með en á bestu árunum hafa hollin auðvitað farið í hærri tölu en það er þá á besta tíma. Áin var að opna og eftir fimm daga veiði er hún komin í 125 laxa og stórlaxahlutfallið í henni líklega um 80%. Það er lax að sýna sig í öllum hyljum og aðstæður við bakka Víðidalsár gætu bara ekki verið betri. Víðidalsá átti frábært ár í fyrra þega 1626 löxum var landað og var það í fyrsta skipti síðan 2010 sem áin fór yfir 1000 laxa. Besti tíminn í ánni byrjar venjulega um miðjan júlí og við bíðum spennt eftir því að sjá hvað gerist þegar sá tími kemur í ánni.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði