Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, er kominn í sumarfrí þökk sé hetjudáðum strákanna okkar í íslenska landsliðsins.
Allir héldu að Daniel Sturridge væri á þessum tíma að fara að undirbúa sig fyrir leik á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í Frakklandi en kvöldið í Nice breytti þeim plönum.
Karlatímaritið GQ var eflaust að veðja á það að Daniel Sturridge væri enn á EM þegar það fékk strákinn í viðtal fyrir nýjasta tölublað sitt.
Viðtalið við Daniel Sturridge er reyndar fróðlegt og þá sérstaklega fyrir uppljóstrun sem kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir.
Þar er kannski komin ein af ástæðunum fyrir því af hverju íslensku strákunum gekk svona vel að dekka Daniel Sturridge í leiknum á Allianz Riviera leikvanginum. Þeir gátu í það minnsta ekki kvartað mikið yfir lyktinni af búningnum hans.
Daniel Sturridge viðurkennir nefnilega í viðtalinu að hann sprauti ilmvatni á búninginn sinn fyrir leiki. Lyktin sem hann velur er þó ekki Gucci, Ralph Lauren eða Dolce & Gabbana. Hann vill finna jarðaberjalykt af búningnum sínum.
„Fólk finnst þetta örugglega skrýtið. Ég finnst gott að finna þessa lykt og það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst. Lyktin af fólki segir jafnmikið um fólk og fötin þeirra," sagði Daniel Sturridge í viðtalinu í GQ.
Daniel Sturridge og félagar í enska landsliðinu voru gagnrýndir fyrir það að vera ekki nógu sterki andlega á móti baráttuglöðum íslenskum víkingum. Þetta viðtal er ekki að gera mikið í því að breyta þeirri skoðun fólks.
Sturridge vill lykta vel inn á vellinum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn