Fótbolti

Guðbjörg hafði betur í Íslendingaslag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með landsliði Íslands
Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með landsliði Íslands vísir/getty
Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgården sem lagði Kristianstad 2-0 á útivelli í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag.

Djurgården fékk sannkallaða óskabyrjun í leiknum og var komið í 2-0 eftir aðeins 11 mínútur. Þrátt fyrir þessa fjörugu byrjun var ekki meira skorað í leiknum.

Sif Atladóttir var að vanda í byrjunarliði Kristianstad og lék allan leikinn líkt og Guðbjörg í marki gestaliðsins.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad sem er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig í 12 leikjum. Djurgården er um miðja deild með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×