Fangar, poppstjörnur, djammara og fleiri konur skrifa um ástina Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. júlí 2016 17:14 María Lilja og Rósa Björk (t.v.) tóku saman sögurnar en Rakel Mjöll söngkona er ein fárra sem skrifar undir nafni. Vísir Í gær var haldið útgáfupartý fyrir bókina Ástarsögur Íslenskra kvenna. Bókin inniheldur frásagnir úr íslenskum raunveruleika en sögunum söfnuðu þær María Lilja Þrastardóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir saman. Í henni eru 48 ástarsögur, sumar með hamingjusömum endi aðrar ekki. Rósa Björk og María Lilja auglýstu í mars á þessu ári eftir ástarsögum og þurftu hreinlega að velja þær bestu úr fjöldanum. „Við fengum miklu betri, fallegri og raunverulegri sögur en við höfðum þorað að vona,“ segir Rósa. „Þetta er frekar mikið léttmeti og fólk getur setið úti í sólinni og lesið. Höfundar skrifa sjálfar og senda okkur. Stundum voru þetta bara frásagnir sem þurfti að spinna sögu utan um en í öðrum tilvikum voru þetta frábærlega vel skrifaðar sögur sem þurfti lítið að laga til.“Rakel Mjöll deilir ástarsögu sem rann út í sandinn stuttu áður en hún fékk plötusamning í Bretlandi með hljómsveitinni Dream Wife.VísirRakel Mjöll og sjómannaástinHöfundar skrifa flestar nafnlausar og passað er upp á að nöfn þeirra sem eiga í hlut séu vernduð. Ein þeirra sem skrifar undir nafni er Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkona Dream Wife og Halleluwah, sem skrifar um ást sína á sjómanni frá Vestmannaeyjum sem rann út í sandinn eftir að líf hennar tók óvænta stefnu. „Svo er þarna ein ástarsaga sem gerist að hluta til á hrauninu. Þar er par alveg í ógöngum sem enda í fangelsi. Svo finna þau út úr því, verða edrú og eru ennþá saman í dag. Við erum með aðra sögu sem gerist í heimsreisu þar sem stúlka kynnist áströlskum hermanni. Svo eru konur að skrifa um ást sína á öðrum konum og fleira. Fullt af sögum sem byrja á djamminu, þar kemur Tinder við sögu og ein ástarsagan hófst á Einkamál.“Íslenskar konur gerendur í sínu ástarlífiÞrátt fyrir að Rósa Björk og María Lilja séu femínistar segir hún að það hafi komið þeim á óvart hversu mikið konur séu gerendur í sínu eigin ástarlífi. „Maður hefur einhverja mynd af því að kona eigi bara að bíða eftir því að maðurinn mæti og heilli þær upp úr skónum. En það er ekki þannig sem raunveruleikinn virkar. Konur eru líka að senda sms, bjóða á deit og hringja. Það er ein sagan þarna þannig að það var greinilegt að sú ætlaði ekki að láta þann mann úr greipum ganga.“Ást á þekktum íslenskum manniEin sagan segir frá stúlku úr Breiðholtinu sem átti í stuttu ástarsambandi við þekktan mann sem hún hugsar enn um. Hér er hún;21. janúar 2014– Þín D. Ég veit ekki hvort ég eyddi öllu um þig eða hvort það er geymt á flakkara. Þá er það ágætt, ég vil að þetta sé fyrsta ástarbréfið sem ég skrifa til þín. Þar sem minni mitt er götótt og slakt vegna B-vítamínskorts og áfalla í æsku, hlýtur að sitja eftir það sem skiptir máli. Í fyrsta skiptið sem ég sá þig þá varstu á sundskýlunni einni saman, varpað á risastóran vegg. Ég sá þig svo fullklæddan klukkutíma seinna, í rifnum gallabuxum og dúnúlpu merktri kvikmyndahátíð sem ég býst við að sé haldin í Kanada. Hvorugt sagði mér mikið um þig, hvorki sundskýlan né dúnúlpan. En göngulagið gerði það. Ég bráðna ennþá við tilhugsunina um stíft göngulagið sem þú reynir að gera afslappað með því að hafa handleggina slaka en í raun virka þeir þá eins og þeir séu dottnir úr lið, flaksandi út frá stífum búknum. Eftir fyrstu kynni fór ég heim, setti á mig dökkrauðan varalit sem mér fannst hæfilega alvarlegur og bað til guðs, álfanna, allah og allra hinna um að þú yrðir þar sem ég yrði. Eftir þrálátar bænir og galdra, svarta og hvíta, kom bréfið frá þér. Þú hafðir fundið fyrir mér kalla á þig út í tómið.Þú skalfst í fyrstu bíóferðinni okkar og ég var ekki viss um hvort þú værir stressaður eða með einhvern líkamlegan kvilla sem ég vissi ekki af. Vandræðaleg kveðjustund í láréttri rigningu á horni Frakkastígs og Laugavegs þar sem þú gafst mér munnhörpu sem þú heyrðir mig aldrei spila á.Ég æfði afmælislagið í tvær vikur en þorði ekki að spila það fyrir þig. Fyrsta nóttin okkar var hræðileg, ekki vegna ofdrykkju eða klámvæðingar heldur taktleysis. En þar á undan hafðir þú eldað grænmetisrétt og spilað rétta lagið undir, svo að ég lét það sleppa. Rómantíkin sigraði svefn- herbergisvandann. Vítamínskortur varð dómgreindarskortur.Kollhnísar og handahlaup vestur á land og ástarjátningar í skrabbli voru nýmóðins upplifanir fyrir stúlku úr Breið- holtinu sem þekkti aðeins öskrandi sársaukaástríðu, pepsí, hamborgara og kokteilsósu undir áhrifum.En svo vann listin ástina í sjómanni og eftir urðu tvær bláókunnugar manneskjur hvor í sinni heimsálfunni. Ég veit ekki hvernig þrítugur kvíðasjúklingur á að enda ástarbréf til manns sem er vel hærður og virðulegur en ég býst við því að það sé nóg að segja takk fyrir að sýna mér að íkornar eru ekki rottur. Menning Tengdar fréttir „Breski bransinn eins og House of Cards“ Bresk- íslenska hljómsveitin Dream Wife gefur út á morgun plötuna "EP01“. Útgáfutónleikar verða haldnir um kvöldið þar sem Reykjavíkudætur hita upp. Uppselt var fyrir mánuði síðan. 10. mars 2016 15:45 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í gær var haldið útgáfupartý fyrir bókina Ástarsögur Íslenskra kvenna. Bókin inniheldur frásagnir úr íslenskum raunveruleika en sögunum söfnuðu þær María Lilja Þrastardóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir saman. Í henni eru 48 ástarsögur, sumar með hamingjusömum endi aðrar ekki. Rósa Björk og María Lilja auglýstu í mars á þessu ári eftir ástarsögum og þurftu hreinlega að velja þær bestu úr fjöldanum. „Við fengum miklu betri, fallegri og raunverulegri sögur en við höfðum þorað að vona,“ segir Rósa. „Þetta er frekar mikið léttmeti og fólk getur setið úti í sólinni og lesið. Höfundar skrifa sjálfar og senda okkur. Stundum voru þetta bara frásagnir sem þurfti að spinna sögu utan um en í öðrum tilvikum voru þetta frábærlega vel skrifaðar sögur sem þurfti lítið að laga til.“Rakel Mjöll deilir ástarsögu sem rann út í sandinn stuttu áður en hún fékk plötusamning í Bretlandi með hljómsveitinni Dream Wife.VísirRakel Mjöll og sjómannaástinHöfundar skrifa flestar nafnlausar og passað er upp á að nöfn þeirra sem eiga í hlut séu vernduð. Ein þeirra sem skrifar undir nafni er Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkona Dream Wife og Halleluwah, sem skrifar um ást sína á sjómanni frá Vestmannaeyjum sem rann út í sandinn eftir að líf hennar tók óvænta stefnu. „Svo er þarna ein ástarsaga sem gerist að hluta til á hrauninu. Þar er par alveg í ógöngum sem enda í fangelsi. Svo finna þau út úr því, verða edrú og eru ennþá saman í dag. Við erum með aðra sögu sem gerist í heimsreisu þar sem stúlka kynnist áströlskum hermanni. Svo eru konur að skrifa um ást sína á öðrum konum og fleira. Fullt af sögum sem byrja á djamminu, þar kemur Tinder við sögu og ein ástarsagan hófst á Einkamál.“Íslenskar konur gerendur í sínu ástarlífiÞrátt fyrir að Rósa Björk og María Lilja séu femínistar segir hún að það hafi komið þeim á óvart hversu mikið konur séu gerendur í sínu eigin ástarlífi. „Maður hefur einhverja mynd af því að kona eigi bara að bíða eftir því að maðurinn mæti og heilli þær upp úr skónum. En það er ekki þannig sem raunveruleikinn virkar. Konur eru líka að senda sms, bjóða á deit og hringja. Það er ein sagan þarna þannig að það var greinilegt að sú ætlaði ekki að láta þann mann úr greipum ganga.“Ást á þekktum íslenskum manniEin sagan segir frá stúlku úr Breiðholtinu sem átti í stuttu ástarsambandi við þekktan mann sem hún hugsar enn um. Hér er hún;21. janúar 2014– Þín D. Ég veit ekki hvort ég eyddi öllu um þig eða hvort það er geymt á flakkara. Þá er það ágætt, ég vil að þetta sé fyrsta ástarbréfið sem ég skrifa til þín. Þar sem minni mitt er götótt og slakt vegna B-vítamínskorts og áfalla í æsku, hlýtur að sitja eftir það sem skiptir máli. Í fyrsta skiptið sem ég sá þig þá varstu á sundskýlunni einni saman, varpað á risastóran vegg. Ég sá þig svo fullklæddan klukkutíma seinna, í rifnum gallabuxum og dúnúlpu merktri kvikmyndahátíð sem ég býst við að sé haldin í Kanada. Hvorugt sagði mér mikið um þig, hvorki sundskýlan né dúnúlpan. En göngulagið gerði það. Ég bráðna ennþá við tilhugsunina um stíft göngulagið sem þú reynir að gera afslappað með því að hafa handleggina slaka en í raun virka þeir þá eins og þeir séu dottnir úr lið, flaksandi út frá stífum búknum. Eftir fyrstu kynni fór ég heim, setti á mig dökkrauðan varalit sem mér fannst hæfilega alvarlegur og bað til guðs, álfanna, allah og allra hinna um að þú yrðir þar sem ég yrði. Eftir þrálátar bænir og galdra, svarta og hvíta, kom bréfið frá þér. Þú hafðir fundið fyrir mér kalla á þig út í tómið.Þú skalfst í fyrstu bíóferðinni okkar og ég var ekki viss um hvort þú værir stressaður eða með einhvern líkamlegan kvilla sem ég vissi ekki af. Vandræðaleg kveðjustund í láréttri rigningu á horni Frakkastígs og Laugavegs þar sem þú gafst mér munnhörpu sem þú heyrðir mig aldrei spila á.Ég æfði afmælislagið í tvær vikur en þorði ekki að spila það fyrir þig. Fyrsta nóttin okkar var hræðileg, ekki vegna ofdrykkju eða klámvæðingar heldur taktleysis. En þar á undan hafðir þú eldað grænmetisrétt og spilað rétta lagið undir, svo að ég lét það sleppa. Rómantíkin sigraði svefn- herbergisvandann. Vítamínskortur varð dómgreindarskortur.Kollhnísar og handahlaup vestur á land og ástarjátningar í skrabbli voru nýmóðins upplifanir fyrir stúlku úr Breið- holtinu sem þekkti aðeins öskrandi sársaukaástríðu, pepsí, hamborgara og kokteilsósu undir áhrifum.En svo vann listin ástina í sjómanni og eftir urðu tvær bláókunnugar manneskjur hvor í sinni heimsálfunni. Ég veit ekki hvernig þrítugur kvíðasjúklingur á að enda ástarbréf til manns sem er vel hærður og virðulegur en ég býst við því að það sé nóg að segja takk fyrir að sýna mér að íkornar eru ekki rottur.
Menning Tengdar fréttir „Breski bransinn eins og House of Cards“ Bresk- íslenska hljómsveitin Dream Wife gefur út á morgun plötuna "EP01“. Útgáfutónleikar verða haldnir um kvöldið þar sem Reykjavíkudætur hita upp. Uppselt var fyrir mánuði síðan. 10. mars 2016 15:45 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Breski bransinn eins og House of Cards“ Bresk- íslenska hljómsveitin Dream Wife gefur út á morgun plötuna "EP01“. Útgáfutónleikar verða haldnir um kvöldið þar sem Reykjavíkudætur hita upp. Uppselt var fyrir mánuði síðan. 10. mars 2016 15:45