BMW og Nissan í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2016 10:01 Frá Formula E keppninni. BMW hefur tengst Formula E keppnisröð rafmagnsbíla hingað til með því að útvega öryggisbíl til keppninnar í formi BMW i8 bíls, auk BMW i3 sjúkrabíla. Það gæti breyst á næstunni en BMW er nú að íhuga að vera með eigin keppnisbíla í þessari vaxandi keppnisröð. Nissan hefur ekki enn sem komið verið með keppnisbíla þar þó svo samstarfsfyrirtækið Renault hafi gert það. Þar á bæ er einnig mikill áhugi á að bætast við keppnisbílaflotann. Þetta gæti gerst bæði í tilfelli BMW og Nissan strax á næsta keppnistímabili. Nú þegar hafa 10 lið kynnt þátttöku sína á næsta tímabili, en gæti því fjölgað í 12 lið. Nissan þarf að leita samþykkis hjá Renault-Nissan Alliance áður en til þess kemur að Nissan bílar keppi við Renault bíla. Það kemur alls ekki á óvart að BMW og Nissan vilji gera sig gildandi í keppni rafmagnsbíla sé horft til þess hve mikla áherslu bæði fyrirtækin leggja á framleiðslu rafmagnsbíla til almennings. Nissan Leaf og BMW i3 og i8 bílarnir eru meðal söluhæstu rafmagnsbíla heims og reyndar er Nissan Leaf bíllinn sá allra söluhæsti. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent
BMW hefur tengst Formula E keppnisröð rafmagnsbíla hingað til með því að útvega öryggisbíl til keppninnar í formi BMW i8 bíls, auk BMW i3 sjúkrabíla. Það gæti breyst á næstunni en BMW er nú að íhuga að vera með eigin keppnisbíla í þessari vaxandi keppnisröð. Nissan hefur ekki enn sem komið verið með keppnisbíla þar þó svo samstarfsfyrirtækið Renault hafi gert það. Þar á bæ er einnig mikill áhugi á að bætast við keppnisbílaflotann. Þetta gæti gerst bæði í tilfelli BMW og Nissan strax á næsta keppnistímabili. Nú þegar hafa 10 lið kynnt þátttöku sína á næsta tímabili, en gæti því fjölgað í 12 lið. Nissan þarf að leita samþykkis hjá Renault-Nissan Alliance áður en til þess kemur að Nissan bílar keppi við Renault bíla. Það kemur alls ekki á óvart að BMW og Nissan vilji gera sig gildandi í keppni rafmagnsbíla sé horft til þess hve mikla áherslu bæði fyrirtækin leggja á framleiðslu rafmagnsbíla til almennings. Nissan Leaf og BMW i3 og i8 bílarnir eru meðal söluhæstu rafmagnsbíla heims og reyndar er Nissan Leaf bíllinn sá allra söluhæsti.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent