Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2016 09:24 Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn. Vísir/GVA Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“ Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“
Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira