Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2016 09:24 Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn. Vísir/GVA Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“ Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“
Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent