Glaumgosinn og pókerspilarinn Dan Bilzerian er staddur hér á landi. Bilzerian lenti á Reykjavíkurflugvelli ásamt fjölmennu tökuliði í dag.
Bilzerian er 36 ára Bandaríkjamaður en af armenskum ættum. Hann er einna þekktastur fyrir Instagram reikning sinn en hann er í 44. sæti yfir þá sem eru með flesta fylgjendur forritsins. Þar deilir hann myndum af háfleygum lífstíl sínum.
Ekki er vitað hvað Bilzerian ætlar að aðhafast meðan hann dvelur hér á landi eða hve lengi hann mun vera hér.
