Fótbolti

Hjörtur farinn til Bröndby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur hefur leikið þrjá A-landsleiki.
Hjörtur hefur leikið þrjá A-landsleiki. vísir/valli
Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er genginn í raðir danska liðsins Bröndby frá PSV Eindhoven. Þetta kemur fram á heimasíðu Bröndby.

Hjörtur skrifaði undir þriggja ára samning við Bröndby sem endaði í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Hjörtur, sem er uppalinn Fylkismaður, fór til PSV 2012 en náði aldrei að leika með aðalliði félagsins.

Síðustu mánuðina hefur hinn 21 árs gamli Hjörtur verið á láni hjá IFK Gautaborg en hann lék sjö leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni.

Hjörtur var í leikmannahópi Íslands á EM 2016 en kom ekkert við sögu. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.

Núna stendur yfir seinni leikur Bröndby og Vals í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Staðan eftir 20 mínútur er 2-0, Dönunum í vil.

Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×