Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2016 13:42 Landssamband Veiðifélaga gefur út vikulegar aflatölur úr laxveiðiánum og það sést vel á tölum vikunar að sumarið fer vel af stað. Eystri Rangá var fyrst ánna til að fara yfir 1.000 laxa og stendur í 1.111 löxum. Það er mikið af laxi að ganga í Eystri og Ytri Rangá sem sést vel á aflabrögðum en alls veiddust 611 laxar í vikunni í Eystri Rangá. Ytri Rangá er skammt undan með 439 laxa og þar er að sama skapi mjög góður gangur í veiðinni. Takan hefur aðeins dottið niður á vesturlandi og verður þar ekki um að kenna litlu magni af laxi í ánum heldur að árnar hafa hitnað mikið í sumarblíðunni og eru þær margar 16-18 gráðu heitar seinni part dagsins þegar sólin hefur hitað árnar allann daginn. Þegar lögð er saman heildarveiðin í þeim 10 efstu ám í samantektinni þessa vikuna hafa samtals 6373 laxar veiðst að kvöldi miðvikudags. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst alls 2776 laxar og því ljóst að veiðin er rúmlega tvöfalt meiri eins og staðan er núna. Heildarlistann frá LSV má finna á www.angling.is en topp 10 listinn er hér að neðan. Eystri Rangá 1.111 Blanda 1.020 Ytri Rangá 916 Þverá/Kjarrá 721 Norðurá 634 Miðfjarðará 608 Haffjarðará 472 Langá 374 Laxá í Aðaldal 266 Víðidalsá 251 Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Landssamband Veiðifélaga gefur út vikulegar aflatölur úr laxveiðiánum og það sést vel á tölum vikunar að sumarið fer vel af stað. Eystri Rangá var fyrst ánna til að fara yfir 1.000 laxa og stendur í 1.111 löxum. Það er mikið af laxi að ganga í Eystri og Ytri Rangá sem sést vel á aflabrögðum en alls veiddust 611 laxar í vikunni í Eystri Rangá. Ytri Rangá er skammt undan með 439 laxa og þar er að sama skapi mjög góður gangur í veiðinni. Takan hefur aðeins dottið niður á vesturlandi og verður þar ekki um að kenna litlu magni af laxi í ánum heldur að árnar hafa hitnað mikið í sumarblíðunni og eru þær margar 16-18 gráðu heitar seinni part dagsins þegar sólin hefur hitað árnar allann daginn. Þegar lögð er saman heildarveiðin í þeim 10 efstu ám í samantektinni þessa vikuna hafa samtals 6373 laxar veiðst að kvöldi miðvikudags. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst alls 2776 laxar og því ljóst að veiðin er rúmlega tvöfalt meiri eins og staðan er núna. Heildarlistann frá LSV má finna á www.angling.is en topp 10 listinn er hér að neðan. Eystri Rangá 1.111 Blanda 1.020 Ytri Rangá 916 Þverá/Kjarrá 721 Norðurá 634 Miðfjarðará 608 Haffjarðará 472 Langá 374 Laxá í Aðaldal 266 Víðidalsá 251
Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði