Sigurður í Formula Student fyrir Chalmers Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 13:30 Keppnisbíll Chalmers í ár. Sigurður Svavar Indriðason er í liði Chalmers skólans í Svíþjóð í Formula Student keppninni og vinnur þar að smíði keppnisbíls liðsins. Sigurður ákvað að sækja um í Chalmers nánast eingöngu vegna Chalmers Formula Student keppninnar þar sem það lið hefur verið meðal 10 bestu liða undanfarin ár og vann til dæmis í Bretlandi árið 2012. Til að komast í liðið þurfti hinsvegar að standast inntökupróf og krefjandi viðtal og þar skilaði fyrri menntun og verklega reynsla hans sæti í liðinu.Samstarf við VélvikInnan liðsins er Sigurður ábyrgur fyrir hönnun á spindlum og vali á hjólalegum. Ákveðið var að CNC-fræsa spindlana úr 7075 T6 áli. VOLVO Concept Center hefur undanfarin ár framleitt framspindlana enda eru þeir með flóknustu pörtum bílsins og Chalmers er aðeins með þriggja ása CNC-fræs í skólanum en VOLVO hefur fimm ása fræsara og því mun auðveldara fyrir þá að framleiða flókna hluti. Þeir höfðu hins vegar ekki tíma til að gera aftari spindlana og því var aðeins um að ræða að finna annan framleiðanda eða reyna að smíða þá sjálfur. Þar sem Sigurður er stoltur Íslendingur vildi hann reyna að fá íslenskt fyrirtæki til að koma að smíðinni. Vélvík sýndi þessu strax áhuga og fór Sigurður í heimsókn til þeirra yfir jólin þegar hann var á Íslandi og það kom skemmtilega á óvart hversu vel tækjum þeir eru búnir, klárlega eitt best búna renniverkstæði á Íslandi og nánast á pari við renniverkstæðið hjá VOLVO Concept Center, þar sem frumgerðir eru smíðaðar. Stærsta verkfræðikeppni í heimiFormula student er núna stærsta alþóðlega verkfræðikeppni í heimi og er haldin víðs vegar um heim. Hún hófst uphaflega í Bandaríkjunum og heitir þar Formula SAE. Meginmarkmið kepninnar er að nemendur hanni, smíði , prófi og að lokum keppi á kappaksturbíl í anda Formúlu 1 bíla. Keppnin er bæði ætluð rafmagnsbílum og bílum með brunavél. Keppninni er skipt upp í tvo meginþætti, eða kyrrstöðuþætti og hreyfanlega þætti. Í kyrrstöðuþættinum er dæmt eftir hönnun, kostnaði og viðskipaáætlun en í hreyfanlega þættinum er keppt í hröðun, skriki, þolakstri, skilvirkni og “Autocross”. Mismunandi mörg stig eru í boði fyrir hvern þátt. Strangar reglurÁður en leyfi fæst til að taka þátt í hreyfanlega þættinum þurfa bílanir að ganga í gegnum athugun þar sem dómarar fara yfir hin ýmsu kerfi bílsins til að athuga að allt sé samkvæmt settum reglum sem eru nokkuð margar eða um 200 blaðsíður og kannað að allt virki eins og það á að gera. Þetta getur verið mikil hindrun fyrir mörg lið og sum komast aldrei þar í gegn. Vonandi tekst liði Chalmers það og ef til vill vinnur skólinn aftur keppnina eins og árið 2012, en nú með Sigurð innanborðs. Gæti ekið á hvolfiBíll Chalmers er smár í sniðum, aðeins 292 cm langur, 138 cm breiður og 120 cm hár og vegur aðeins 192 kíló. Þyngdardreifing er 47% að framan og 53% að aftan. Rafmótornarnir tveir eru á afturöxli bílsins og afl þeirra samtals 90 kW, en takmarkað við 80 kW samkvæmt reglum. Hámarkshraðinn er 129 km/klst og hann er 4 sekúndur í 100 km hraða. Niðurþrýstingur bílsins er svo mikill að hann gæti fræðilega ekið á hvolfi. Bíllinn var afhjúpaður 23. maí síðastliðinn og prufuakstur hans hófst 1. júní. Nú er lokaundirbúningur að hefjast en keppnin sjálf fer fram á Silverstone þann 14. júlí.Sigurbíll Chalmers árið 2012 í Bretlandi. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Sigurður Svavar Indriðason er í liði Chalmers skólans í Svíþjóð í Formula Student keppninni og vinnur þar að smíði keppnisbíls liðsins. Sigurður ákvað að sækja um í Chalmers nánast eingöngu vegna Chalmers Formula Student keppninnar þar sem það lið hefur verið meðal 10 bestu liða undanfarin ár og vann til dæmis í Bretlandi árið 2012. Til að komast í liðið þurfti hinsvegar að standast inntökupróf og krefjandi viðtal og þar skilaði fyrri menntun og verklega reynsla hans sæti í liðinu.Samstarf við VélvikInnan liðsins er Sigurður ábyrgur fyrir hönnun á spindlum og vali á hjólalegum. Ákveðið var að CNC-fræsa spindlana úr 7075 T6 áli. VOLVO Concept Center hefur undanfarin ár framleitt framspindlana enda eru þeir með flóknustu pörtum bílsins og Chalmers er aðeins með þriggja ása CNC-fræs í skólanum en VOLVO hefur fimm ása fræsara og því mun auðveldara fyrir þá að framleiða flókna hluti. Þeir höfðu hins vegar ekki tíma til að gera aftari spindlana og því var aðeins um að ræða að finna annan framleiðanda eða reyna að smíða þá sjálfur. Þar sem Sigurður er stoltur Íslendingur vildi hann reyna að fá íslenskt fyrirtæki til að koma að smíðinni. Vélvík sýndi þessu strax áhuga og fór Sigurður í heimsókn til þeirra yfir jólin þegar hann var á Íslandi og það kom skemmtilega á óvart hversu vel tækjum þeir eru búnir, klárlega eitt best búna renniverkstæði á Íslandi og nánast á pari við renniverkstæðið hjá VOLVO Concept Center, þar sem frumgerðir eru smíðaðar. Stærsta verkfræðikeppni í heimiFormula student er núna stærsta alþóðlega verkfræðikeppni í heimi og er haldin víðs vegar um heim. Hún hófst uphaflega í Bandaríkjunum og heitir þar Formula SAE. Meginmarkmið kepninnar er að nemendur hanni, smíði , prófi og að lokum keppi á kappaksturbíl í anda Formúlu 1 bíla. Keppnin er bæði ætluð rafmagnsbílum og bílum með brunavél. Keppninni er skipt upp í tvo meginþætti, eða kyrrstöðuþætti og hreyfanlega þætti. Í kyrrstöðuþættinum er dæmt eftir hönnun, kostnaði og viðskipaáætlun en í hreyfanlega þættinum er keppt í hröðun, skriki, þolakstri, skilvirkni og “Autocross”. Mismunandi mörg stig eru í boði fyrir hvern þátt. Strangar reglurÁður en leyfi fæst til að taka þátt í hreyfanlega þættinum þurfa bílanir að ganga í gegnum athugun þar sem dómarar fara yfir hin ýmsu kerfi bílsins til að athuga að allt sé samkvæmt settum reglum sem eru nokkuð margar eða um 200 blaðsíður og kannað að allt virki eins og það á að gera. Þetta getur verið mikil hindrun fyrir mörg lið og sum komast aldrei þar í gegn. Vonandi tekst liði Chalmers það og ef til vill vinnur skólinn aftur keppnina eins og árið 2012, en nú með Sigurð innanborðs. Gæti ekið á hvolfiBíll Chalmers er smár í sniðum, aðeins 292 cm langur, 138 cm breiður og 120 cm hár og vegur aðeins 192 kíló. Þyngdardreifing er 47% að framan og 53% að aftan. Rafmótornarnir tveir eru á afturöxli bílsins og afl þeirra samtals 90 kW, en takmarkað við 80 kW samkvæmt reglum. Hámarkshraðinn er 129 km/klst og hann er 4 sekúndur í 100 km hraða. Niðurþrýstingur bílsins er svo mikill að hann gæti fræðilega ekið á hvolfi. Bíllinn var afhjúpaður 23. maí síðastliðinn og prufuakstur hans hófst 1. júní. Nú er lokaundirbúningur að hefjast en keppnin sjálf fer fram á Silverstone þann 14. júlí.Sigurbíll Chalmers árið 2012 í Bretlandi.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent