Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2016 09:00 Eystri Rangá er komin yfir 1.000 laxa og það er ekkert lát á veiðinni sem er búinn að vera frábær frá fyrsta degi. Veiðin er búin að vera eins og hún er best á besta tíma og hefur aldrei áður farið jafn vel af stað. Það er lax um alla á og á sumum stöðum er gríðarlega mikið af honum og það hefur jafnvel komið fyrir að laxar synda á línuna hjá veiðimönnum sem eru að þreyta lax og oftar en einu sinni. Það sem vekkur sérstaka athygli er að af 1.007 löxum sem voru komnir á land í gær voru alveg heilir fimm smálaxar, allt hitt er flottur tveggja ára lax og mikið af honum er 80-90 sm sem er draumabráð veiðimanna. Það er eiginlega erfitt að gera sér í hugarlund hvað gerist í framhaldinu þegar smálaxagöngurnar mæta því miðað við hvað tveggja ára laxinn er að mæta kröftuglega búast veiðimenn við því sama úr eins árs laxa göngunum og það er þegar farið að bera á stórum göngum á vesturlandi í laxveiðiárnar þar. Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Eystri Rangá er komin yfir 1.000 laxa og það er ekkert lát á veiðinni sem er búinn að vera frábær frá fyrsta degi. Veiðin er búin að vera eins og hún er best á besta tíma og hefur aldrei áður farið jafn vel af stað. Það er lax um alla á og á sumum stöðum er gríðarlega mikið af honum og það hefur jafnvel komið fyrir að laxar synda á línuna hjá veiðimönnum sem eru að þreyta lax og oftar en einu sinni. Það sem vekkur sérstaka athygli er að af 1.007 löxum sem voru komnir á land í gær voru alveg heilir fimm smálaxar, allt hitt er flottur tveggja ára lax og mikið af honum er 80-90 sm sem er draumabráð veiðimanna. Það er eiginlega erfitt að gera sér í hugarlund hvað gerist í framhaldinu þegar smálaxagöngurnar mæta því miðað við hvað tveggja ára laxinn er að mæta kröftuglega búast veiðimenn við því sama úr eins árs laxa göngunum og það er þegar farið að bera á stórum göngum á vesturlandi í laxveiðiárnar þar.
Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði