Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltalandsliðsins, hefur valið 28 leikmenn í æfingahóp fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst.
Fátt kemur á óvart í vali Guðmundar sem er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika sem þjálfari.
Guðmundur þarf að skera hópinn niður í 14 leikmenn auk eins varamanns. Endanlegur hópur verður tilkynntur 18. júlí.
Danir eru í riðli með Frakklandi, Króatíu, Túnis, Katar og Argentínu á ÓL. Fjögur lið komast upp úr riðlinum og í 8-liða úrslit. Fyrsti leikur danska liðsins er gegn því argentínska 7. ágúst.
Danski hópurinn er þannig skipaður:
Markmenn:
Niklas Landin, THW Kiel
Jannick Green, Magdeburg
Kevin Møller, Flensburg-Handewitt
Søren Rasmussen, Bjerringbro-Silkeborg
Hornamenn:
Lasse Svan Hansen, Flensburg-Handewitt
Hans Lindberg, Füchse Berlin
Patrick Wiesmach, Aalborg Håndbold
Casper U. Mortensen, Hannover-Burgdorf
Anders Eggert, Flensburg-Handewitt
Magnus Landin, KIF Kolding København
Línumenn:
Henrik Toft Hansen, Flensburg-Handewitt
Jesper Nøddesbo, FC Barcelona
Alexander Lynggaard, St. Raphael Var
Anders Zachariassen, Flensburg-Handewitt
Rene Toft Hansen, THW Kiel
Jacob Bagersted, Magdeburg
Útispilarar:
Morten Olsen, Hannover-Burgdorf
Mads Mensah Larsen, Rhein-Neckar Löwen
Bo Spellerberg, KIF Kolding København
Allan Damgaard, Bjerringbro-Silkeborg
Mikkel Hansen, PSG
Lasse Andersson, FC Barcelona
Michael Damgaard, Magdeburg
Henrik Møllgaard, PSG
Nikolaj Markussen, Bjerringbro-Silkeborg
Frederik Kiehn Clausen, GOG
Mads Christiansen, Magdeburg
Kasper Søndergaard, Skjern
Þessir berjast um að komast í Ólympíuhóp Guðmundar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn

Fleiri fréttir
