Ciara hefur leitað til lögfræðinga sinna þar sem hún bendir á textabrot í nýju lagi Future sem heitir Juice. Þar beinir rapparinn orðum sínum að ruðnings kappans og hótar honum skotárás.
Ciara telur ástæðu til þess að taka þessari morðhótun alvarlega og leitar nú rétt síns til þess að fá nálgunarbann á rapparann. Þau hafa átt í harðri forræðisdeilu síðasta árið en Ciara hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum fyrir meiðyrði en hann sagði hana vera slæma móður í útvarpsviðtali.
Hér fyrir neðan má heyra nýja lagið hans Future.