Það er allt of gott veður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Íslenska kvennalandsliðið. Frá vinstri: Ragnhildur Kristinsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Sunna Víðisdóttir, Berglind Björnsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Árnórsdóttir. mynd/gsí „Það er mikill heiður að Ísland fái að halda Evrópumót landsliða. Hér eru allir fremstu áhugakylfingar álfunnar mættir til þess að spila. Hérna eru allir atvinnumenn framtíðarinnar,“ segir landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson en mótið var formlega sett í gærkvöld og byrjað var að spila í dag. Alls eru 20 þjóðir mættar til Íslands vegna mótsins. Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A-, B- og C-riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan.Renna blint í sjóinn Landsliðsþjálfarinn segir að vissulega renni hann nokkuð blint í sjóinn með styrkleikann á liðunum en engu að síður setur liðið markið hátt. „Það er alltaf erfitt að segja hvað sé raunhæft. Við höfum samt undirbúið okkur vel og liðið lítur vel út. Við erum ánægðir með stelpurnar sem eru í mjög góðum gír. Ef við spilum samkvæmt getu þá eigum við ágæta möguleika á því að komast í A-riðil. Markmiðið er að sjálfsögðu sett þangað,“ segir Úlfar og hann vonast til þess að heimavöllurinn hjálpi þó svo aðeins sé búið að breyta vellinum. „Það er helst að veðrið er ekki að hjálpa okkur. Það er allt of gott veður,“ segir Úlfar og hlær við. „Það er leikið á öðrum teigum en stelpurnar eru vanar. Völlurinn hefur verið lengdur og er um 500 metrum lengri. Má segja að það sé leikið af gulum teigum. Það er nýtt fyrir þær en við höfum náð að undirbúa okkur vel þannig að ég held að við höfum ákveðið forskot þar. Ef þær halda sínu striki og leika sitt golf getur ýmislegt gott gerst.“ Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel að sögn Úlfars og liðið náð talsvert að spila saman. „Það er búið að vera mikið að gera undanfarnar vikur hjá stelpunum. Það hefur verið sveitakeppni, Íslandsmót í holukeppni og fleira. Það hefur mætt mikið á stelpunum. Undirbúningurinn hjá okkur hófst í maí og fram í júní. Upp á síðkastið höfum við aftur verið að æfa saman. Fara yfir völlinn og búa til leikskipulag,“ segir þjálfarinn og bætir við að það sé mjög góður mórall í liðinu. „Þær eru alltaf að keppa við hverja aðra og þekkjast mjög vel þessar stelpur. Þetta er virkilega flottur hópur sem gaman er að vinna með. Við höfum verið að hittast á vellinum og borða svo saman.“Flottar fyrirmyndar Það er mikil gróska í íslensku kvennagolfi og íslenskir kvenkylfingar sífellt að ná betri árangri. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er til að mynda að taka þátt á Evrópumótaröðinni. „Svo er Valdís Þóra Jónsdóttir í næstu mótaröð fyrir neðan. Þær eru flottar fyrirmyndir fyrir hinar stelpurnar. Sýna að þetta sé hægt. Það er búið að ryðja brautina. Það eru ungar og flottar stelpur að koma upp. Við erum með U-18 ára lið í Ósló þar sem þær fá flotta reynslu. Þar eru líka mikil efni og yngsta stelpan í liðinu þar er bara 14 ára,“ segir Úlfar en hann gleðst líka yfir því að breiddin sé sífellt að verða meiri. „Það eru miklir möguleikar fyrir stelpur sem vilja leggja á sig af fullum krafti. Það eru tækifæri fyrir þær. Að komast í landsliðið eða í góðan háskóla í Bandaríkjunum.“ Umgjörðin í kringum golfíþróttina á Íslandi hefur batnað mikið á síðustu árum og það á stóran þátt í því hversu vel gengur að framleiða efnilega kylfinga. „Það hefur mikið breyst og til að mynda í þjálfun þjálfara. Það eru miklu fleiri þjálfarar PGA-menntaðir í dag en voru. Svo hefur æfingaaðstaðan batnað og æfingarnar hafa líka aukist. Á síðustu tíu árum er algengt að boðið sé upp á æfingar í að minnsta kosti tíu mánuði á ári. Það er meira en til að mynda á Norðurlöndunum. Við erum því mjög framarlega í þjálfun okkar barna og unglinga sem og afreksfólks. Umgjörðin er til staðar og það er mikill metnaður í golfhreyfingunni.“ Golf Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Það er mikill heiður að Ísland fái að halda Evrópumót landsliða. Hér eru allir fremstu áhugakylfingar álfunnar mættir til þess að spila. Hérna eru allir atvinnumenn framtíðarinnar,“ segir landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson en mótið var formlega sett í gærkvöld og byrjað var að spila í dag. Alls eru 20 þjóðir mættar til Íslands vegna mótsins. Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A-, B- og C-riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan.Renna blint í sjóinn Landsliðsþjálfarinn segir að vissulega renni hann nokkuð blint í sjóinn með styrkleikann á liðunum en engu að síður setur liðið markið hátt. „Það er alltaf erfitt að segja hvað sé raunhæft. Við höfum samt undirbúið okkur vel og liðið lítur vel út. Við erum ánægðir með stelpurnar sem eru í mjög góðum gír. Ef við spilum samkvæmt getu þá eigum við ágæta möguleika á því að komast í A-riðil. Markmiðið er að sjálfsögðu sett þangað,“ segir Úlfar og hann vonast til þess að heimavöllurinn hjálpi þó svo aðeins sé búið að breyta vellinum. „Það er helst að veðrið er ekki að hjálpa okkur. Það er allt of gott veður,“ segir Úlfar og hlær við. „Það er leikið á öðrum teigum en stelpurnar eru vanar. Völlurinn hefur verið lengdur og er um 500 metrum lengri. Má segja að það sé leikið af gulum teigum. Það er nýtt fyrir þær en við höfum náð að undirbúa okkur vel þannig að ég held að við höfum ákveðið forskot þar. Ef þær halda sínu striki og leika sitt golf getur ýmislegt gott gerst.“ Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel að sögn Úlfars og liðið náð talsvert að spila saman. „Það er búið að vera mikið að gera undanfarnar vikur hjá stelpunum. Það hefur verið sveitakeppni, Íslandsmót í holukeppni og fleira. Það hefur mætt mikið á stelpunum. Undirbúningurinn hjá okkur hófst í maí og fram í júní. Upp á síðkastið höfum við aftur verið að æfa saman. Fara yfir völlinn og búa til leikskipulag,“ segir þjálfarinn og bætir við að það sé mjög góður mórall í liðinu. „Þær eru alltaf að keppa við hverja aðra og þekkjast mjög vel þessar stelpur. Þetta er virkilega flottur hópur sem gaman er að vinna með. Við höfum verið að hittast á vellinum og borða svo saman.“Flottar fyrirmyndar Það er mikil gróska í íslensku kvennagolfi og íslenskir kvenkylfingar sífellt að ná betri árangri. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er til að mynda að taka þátt á Evrópumótaröðinni. „Svo er Valdís Þóra Jónsdóttir í næstu mótaröð fyrir neðan. Þær eru flottar fyrirmyndir fyrir hinar stelpurnar. Sýna að þetta sé hægt. Það er búið að ryðja brautina. Það eru ungar og flottar stelpur að koma upp. Við erum með U-18 ára lið í Ósló þar sem þær fá flotta reynslu. Þar eru líka mikil efni og yngsta stelpan í liðinu þar er bara 14 ára,“ segir Úlfar en hann gleðst líka yfir því að breiddin sé sífellt að verða meiri. „Það eru miklir möguleikar fyrir stelpur sem vilja leggja á sig af fullum krafti. Það eru tækifæri fyrir þær. Að komast í landsliðið eða í góðan háskóla í Bandaríkjunum.“ Umgjörðin í kringum golfíþróttina á Íslandi hefur batnað mikið á síðustu árum og það á stóran þátt í því hversu vel gengur að framleiða efnilega kylfinga. „Það hefur mikið breyst og til að mynda í þjálfun þjálfara. Það eru miklu fleiri þjálfarar PGA-menntaðir í dag en voru. Svo hefur æfingaaðstaðan batnað og æfingarnar hafa líka aukist. Á síðustu tíu árum er algengt að boðið sé upp á æfingar í að minnsta kosti tíu mánuði á ári. Það er meira en til að mynda á Norðurlöndunum. Við erum því mjög framarlega í þjálfun okkar barna og unglinga sem og afreksfólks. Umgjörðin er til staðar og það er mikill metnaður í golfhreyfingunni.“
Golf Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira