Total War serían nýtur sín í ævintýraheimum Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2016 12:00 Frægar hetjur Warhammer heimsins leiða orrustur Total War: Warhammer. Total War serían er fyrir löngu orðin rótgróin í hugum flestra sem spila herkænskuleiki. Leikirnir blanda saman stjórnmálum, uppbyggingu borga og ríkja og rauntíma hernaði. Undanfarið hefur Creative Assambly hins vegar þurft að fjalla um sömu tímabilin aftur, eins og upprisu og fall Rómarveldis. Nú hefur serían hins vegar snúið sér að ævintýraheimum. Total War: Warhammer er líklega besti leikurinn í seríunni hingað til. Það er í raun skrítið að CA hafi ekki farið þessa leið mun fyrr. Leikurinn heldur herkænskunni úr gömlu leikjunum, en bætir við drekum, risum, draugum og fleiri skrímslum með góðum árangri. Fljúgandi herdeildir og frægar hetjur Warhammer heimsins brjóta upp gamlar hefðir Total War á einstaklega skemmtilegan hátt.Menn, Dvergar, Orcar og hinir ódauðu hafa allir mismunandi styrk- og veikleika og mismunandi skilyrði fyrir sigri. (Það er einnig hægt að borga fyrir að geta verið Chaos). Innri barátta fylkinganna er líka orðin betri og er einnig mismunandi á milli fylkinga. Stjórnmálakerfið hefur verið tekið í gegn og virkar betur en áður, þó það sé ekki gallalaust. Grafíkin er góð og hljóðið er frábært. Spilun er einnig góð. Þessi leikur er bara góður.Risar, stórar leðurblökur og þyrlur brjóta upp hefðir Total War seríunnar á einstaklega skemmtilegan hátt.Nauðsynlegt er að leysa ákveðin verkefni til þess að öðlast betri vopn og brynjur fyrir hetjur leiksins. Þau verkefni fela oft í sér að herir þurfa að ferðast þvert yfir kortið, sem er stórt, til þess að há einhverjar erfiðustu orrustur leikjanna, sem ekki er hægt að berjast sjálfkrafa. Þannig verða hetjur leiksins sterkari og öflugri með frægum vopnum úr söguheiminum. Þá er einnig saga í gegnum allan leikinn sem snýr að því að herir óreiðunnar (e. Chaos) gera innrás úr norðri og óvinir þurfa að snúa bökum saman til að standast stóra heri sem eyða öllu sem á vegi þeirra verður. Að mörgu leyti virkar leikurinn sem nokkrir leikir. Í stað þess að hafa margar fylkingar virðast CA hafa einbeitt sér að því að gera fáar fylkingar vel. Það er allt annað að spila Empire eða Greenskins. Leikurinn lítur vel út, biðtímar eru ekki of langir, hljóðið er gott og sagan skemmtileg. Total War: Warhammer er nánast betri en forverar sínir í alla staði.Til stendur að gera þrjá Warhammer leiki í heildina en af nógu er að taka í þeim ríka söguheimi sem Warhammer er. Auk manna, verga og orca má finna þrjár fylkingar álfa, eðlufólk (ekki þá sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin), Skaven (nokkurs konar rottufólk), aðrar menningar manna og margt fleira. Það er óhætt að segja að það verður spennandi að upplifa aðra hluta Warhammer heimsins seinna meir. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Total War serían er fyrir löngu orðin rótgróin í hugum flestra sem spila herkænskuleiki. Leikirnir blanda saman stjórnmálum, uppbyggingu borga og ríkja og rauntíma hernaði. Undanfarið hefur Creative Assambly hins vegar þurft að fjalla um sömu tímabilin aftur, eins og upprisu og fall Rómarveldis. Nú hefur serían hins vegar snúið sér að ævintýraheimum. Total War: Warhammer er líklega besti leikurinn í seríunni hingað til. Það er í raun skrítið að CA hafi ekki farið þessa leið mun fyrr. Leikurinn heldur herkænskunni úr gömlu leikjunum, en bætir við drekum, risum, draugum og fleiri skrímslum með góðum árangri. Fljúgandi herdeildir og frægar hetjur Warhammer heimsins brjóta upp gamlar hefðir Total War á einstaklega skemmtilegan hátt.Menn, Dvergar, Orcar og hinir ódauðu hafa allir mismunandi styrk- og veikleika og mismunandi skilyrði fyrir sigri. (Það er einnig hægt að borga fyrir að geta verið Chaos). Innri barátta fylkinganna er líka orðin betri og er einnig mismunandi á milli fylkinga. Stjórnmálakerfið hefur verið tekið í gegn og virkar betur en áður, þó það sé ekki gallalaust. Grafíkin er góð og hljóðið er frábært. Spilun er einnig góð. Þessi leikur er bara góður.Risar, stórar leðurblökur og þyrlur brjóta upp hefðir Total War seríunnar á einstaklega skemmtilegan hátt.Nauðsynlegt er að leysa ákveðin verkefni til þess að öðlast betri vopn og brynjur fyrir hetjur leiksins. Þau verkefni fela oft í sér að herir þurfa að ferðast þvert yfir kortið, sem er stórt, til þess að há einhverjar erfiðustu orrustur leikjanna, sem ekki er hægt að berjast sjálfkrafa. Þannig verða hetjur leiksins sterkari og öflugri með frægum vopnum úr söguheiminum. Þá er einnig saga í gegnum allan leikinn sem snýr að því að herir óreiðunnar (e. Chaos) gera innrás úr norðri og óvinir þurfa að snúa bökum saman til að standast stóra heri sem eyða öllu sem á vegi þeirra verður. Að mörgu leyti virkar leikurinn sem nokkrir leikir. Í stað þess að hafa margar fylkingar virðast CA hafa einbeitt sér að því að gera fáar fylkingar vel. Það er allt annað að spila Empire eða Greenskins. Leikurinn lítur vel út, biðtímar eru ekki of langir, hljóðið er gott og sagan skemmtileg. Total War: Warhammer er nánast betri en forverar sínir í alla staði.Til stendur að gera þrjá Warhammer leiki í heildina en af nógu er að taka í þeim ríka söguheimi sem Warhammer er. Auk manna, verga og orca má finna þrjár fylkingar álfa, eðlufólk (ekki þá sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin), Skaven (nokkurs konar rottufólk), aðrar menningar manna og margt fleira. Það er óhætt að segja að það verður spennandi að upplifa aðra hluta Warhammer heimsins seinna meir.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira