Veiðitölur verða líklega lágar á seinni vakt í dag Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2016 14:00 Það má reikna fastlega með því að Kvíslafoss í Laxá í Kjós verði mannlaus eftir klukkan 19:00 í kvöld. Það eru líklega allir Íslendingar að gera sig klára fyrir leikinn gegn Frökkum seinnipartinn í dag og það á ekki síður um veiðimenn. Það er kannski sérstakt að skrifa fótboltatengda frétt inná Veiðivísi en staðan er bara þannig að fótboltaæðið sem hefur gripið landann hefur smitast alla leið á árbakkann. Veiðimenn sem hafa aldrei haldið með neinu liði í neinu eru farnir að veiða í landsliðstreyjum og taka eitt stórt "HÚH" þegar laxi er landað. Það sem hefur gert í veiðihúsunum, og bara síðast í leiknum á móti bretum, er að veiðitíminn var færður til þannig að veiðihófst 15:00 í stað 16:00 á seinni vakt og þá voru allir komnir inn rétt fyrir leikinn klukkan 19:00 og misstu bara tvo tíma af veiði í stað þriggja tíma. Leiðsögumenn sem eru með erlendaveiðimenn sem hafa núll áhuga á fótbolta, þetta á sérstaklega við um Bandaríkjamenn, hafa jafnvel gefið eftir hálf dagslaun til að komast fyrr inn í hús til að fylgjast með leiknum. Það sem síðan skeður er að það verður varla nokkur hræða á bökkum laxveiðiánna eftir klukkan 19:00 í dag og á það líklega eftir að skekkja aðeins veiðitölur dagsins. Þetta var og verður eina innskotið af einhverju sem tengist fótbolta hér á Veiðivísi, nema auðvitað að við vinnum Frakka.... áfram Ísland! Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Það eru líklega allir Íslendingar að gera sig klára fyrir leikinn gegn Frökkum seinnipartinn í dag og það á ekki síður um veiðimenn. Það er kannski sérstakt að skrifa fótboltatengda frétt inná Veiðivísi en staðan er bara þannig að fótboltaæðið sem hefur gripið landann hefur smitast alla leið á árbakkann. Veiðimenn sem hafa aldrei haldið með neinu liði í neinu eru farnir að veiða í landsliðstreyjum og taka eitt stórt "HÚH" þegar laxi er landað. Það sem hefur gert í veiðihúsunum, og bara síðast í leiknum á móti bretum, er að veiðitíminn var færður til þannig að veiðihófst 15:00 í stað 16:00 á seinni vakt og þá voru allir komnir inn rétt fyrir leikinn klukkan 19:00 og misstu bara tvo tíma af veiði í stað þriggja tíma. Leiðsögumenn sem eru með erlendaveiðimenn sem hafa núll áhuga á fótbolta, þetta á sérstaklega við um Bandaríkjamenn, hafa jafnvel gefið eftir hálf dagslaun til að komast fyrr inn í hús til að fylgjast með leiknum. Það sem síðan skeður er að það verður varla nokkur hræða á bökkum laxveiðiánna eftir klukkan 19:00 í dag og á það líklega eftir að skekkja aðeins veiðitölur dagsins. Þetta var og verður eina innskotið af einhverju sem tengist fótbolta hér á Veiðivísi, nema auðvitað að við vinnum Frakka.... áfram Ísland!
Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði