Besta opnun Stóru Laxár fyrr og síðar Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2016 13:00 Árni Baldursson sleppir laxi við opnun Stóru Laxár Opnunarhollin hafa lokið veiðum í Stóru Laxá og þegar tölurnar eru gerðar upp er ljóst að um bestu opnun í ánni er að ræða. Samtals var veiðin af öllum svæðum 73 laxar á tveimur og hálfum dögum og það hefur aldrei áður verið viðlíka veiði í Stóru Laxá fyrstu dagana, ekki einu sinni nálægt því. Árni Baldursson sagði í samtali við Veiðivísi í morgun að mikil ferð hefði verið á laxinum síðustu vaktina og veiðistaðir á svæðum 1 og 2 þar sem mikið af laxi lá fyrstu vaktirnar hefðu verið tómir þegar leið á og urðu veiðimenn varir við að laxinn var að ganga af mikilli ferð upp á efri svæðin. "Þetta var alveg meiriháttar opnun og gaman að sjá hvað það var mikið af fiski og við sáum laxa á eiginlega öllum stöðum" sagði Árni Baldursson í morgun. "Það skemmtilegasta við þetta er samt hvað stærðin á löxunum var góð. Við vorum með 102 sm lax stærstan og marga 85-95 sm. Við erum eiginlega bara þreytt í höndunum eftir þessi átök" bætti Árni við en hann er nú á leiðinni í Hofsá og munum við örugglega fá fréttir frá honum að austan en Hofsá átti ágætis opnun í vikunni. Mest lesið Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði hrynur í Þjórsá Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði
Opnunarhollin hafa lokið veiðum í Stóru Laxá og þegar tölurnar eru gerðar upp er ljóst að um bestu opnun í ánni er að ræða. Samtals var veiðin af öllum svæðum 73 laxar á tveimur og hálfum dögum og það hefur aldrei áður verið viðlíka veiði í Stóru Laxá fyrstu dagana, ekki einu sinni nálægt því. Árni Baldursson sagði í samtali við Veiðivísi í morgun að mikil ferð hefði verið á laxinum síðustu vaktina og veiðistaðir á svæðum 1 og 2 þar sem mikið af laxi lá fyrstu vaktirnar hefðu verið tómir þegar leið á og urðu veiðimenn varir við að laxinn var að ganga af mikilli ferð upp á efri svæðin. "Þetta var alveg meiriháttar opnun og gaman að sjá hvað það var mikið af fiski og við sáum laxa á eiginlega öllum stöðum" sagði Árni Baldursson í morgun. "Það skemmtilegasta við þetta er samt hvað stærðin á löxunum var góð. Við vorum með 102 sm lax stærstan og marga 85-95 sm. Við erum eiginlega bara þreytt í höndunum eftir þessi átök" bætti Árni við en hann er nú á leiðinni í Hofsá og munum við örugglega fá fréttir frá honum að austan en Hofsá átti ágætis opnun í vikunni.
Mest lesið Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði hrynur í Þjórsá Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði