Maradona: Ísland getur valdið frönsku vörninni usla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2016 10:16 Maradona mun örugglega horfa á Ísland spila í dag. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira