122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2016 18:08 Halldór Gunnarsson með flottann lax úr Eystri Rangá í morgun Veiðin í Eystri Rangá hófst formlega í gær eftir vel heppnaða klakveiði þar sem rúmlega 500 löxum var safnað í klakið. Fyrsti dagurinn í ánni fór langt fram úr væntingum allra við ánna en dagurinn skilaði 123 löxum á land og var það allt stórlax nema einn sem var dæmigerður eins árs lax í ánni. Stangirnar eru að setja í 10-15 laxa á vakt og svo er auðvitað misjafnt hversu miklu er landað en það sem óneitanlega gleður veiðimenn er þetta fáheyrða stórlaxahlutfall í ánni. "Þetta er bara ótrúlegt það er ekki hægt að segja annað" sagði Einar Lúðvíksson við Eystri Rangá í hádeginu í dag. "Gærdagurinn er besta opnun í ánni fyrr og síðar og til að toppa hann þá veiddust 75 laxar í morgun og það er bara óhætt að segja að áin sé full af fiski" bætir Einar við. Veiðimenn sem við höfum heyrt í sem veiddu í gær og nokkrir í dag bera ánni sömu söguna og segja að það sé fiskur á svo til öllum stöðum á öllum svæðum, mismikið auðvitað en nokkrir bestu staðirnir eru bara kjaftfullir af laxi. Mest lesið Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði
Veiðin í Eystri Rangá hófst formlega í gær eftir vel heppnaða klakveiði þar sem rúmlega 500 löxum var safnað í klakið. Fyrsti dagurinn í ánni fór langt fram úr væntingum allra við ánna en dagurinn skilaði 123 löxum á land og var það allt stórlax nema einn sem var dæmigerður eins árs lax í ánni. Stangirnar eru að setja í 10-15 laxa á vakt og svo er auðvitað misjafnt hversu miklu er landað en það sem óneitanlega gleður veiðimenn er þetta fáheyrða stórlaxahlutfall í ánni. "Þetta er bara ótrúlegt það er ekki hægt að segja annað" sagði Einar Lúðvíksson við Eystri Rangá í hádeginu í dag. "Gærdagurinn er besta opnun í ánni fyrr og síðar og til að toppa hann þá veiddust 75 laxar í morgun og það er bara óhætt að segja að áin sé full af fiski" bætir Einar við. Veiðimenn sem við höfum heyrt í sem veiddu í gær og nokkrir í dag bera ánni sömu söguna og segja að það sé fiskur á svo til öllum stöðum á öllum svæðum, mismikið auðvitað en nokkrir bestu staðirnir eru bara kjaftfullir af laxi.
Mest lesið Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði