Clarkson, Hammond og May klára fyrsta þáttinn Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 14:33 Fyrrum stjórnendur Top Gear, þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru nú búnir að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri bílaþáttaröð sem sýnd verður á Amazon Prime. Tökur fóru fram í S-Afríku og af myndum frá þeim sést að jeppar eiga sviðið í þættinum, en þar sjást Toyota Land Cruiser, Land Rover Defender og Mitsubishi pallbíll, enginn þeirra af nýjustu gerð. Þessir bílar eru vafalaust heppilegir til að glíma við hrjóstrugt landslagið í S-Afríku. Á myndum má einnig sjá tjaldbúðirnar sem Amazon Prime sló upp kringum tökurnar, en á stærsta tjaldinu eru stafirnir GT í stóru letri. Þeir standa fyrir heiti nýju þáttanna, The Grand Tour, en einnig má gantast með það að ef stöfunum er snúið við, þ.e. TG, tákna þeir enn upphafsstafina í Top Gear. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemmninguna hjá þrímenningunum eftir að tökum á fyrsta þættinum var lokið og eins og fyrri daginn svífur enginn alvarleiki yfir vötnunum. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent
Fyrrum stjórnendur Top Gear, þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru nú búnir að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri bílaþáttaröð sem sýnd verður á Amazon Prime. Tökur fóru fram í S-Afríku og af myndum frá þeim sést að jeppar eiga sviðið í þættinum, en þar sjást Toyota Land Cruiser, Land Rover Defender og Mitsubishi pallbíll, enginn þeirra af nýjustu gerð. Þessir bílar eru vafalaust heppilegir til að glíma við hrjóstrugt landslagið í S-Afríku. Á myndum má einnig sjá tjaldbúðirnar sem Amazon Prime sló upp kringum tökurnar, en á stærsta tjaldinu eru stafirnir GT í stóru letri. Þeir standa fyrir heiti nýju þáttanna, The Grand Tour, en einnig má gantast með það að ef stöfunum er snúið við, þ.e. TG, tákna þeir enn upphafsstafina í Top Gear. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemmninguna hjá þrímenningunum eftir að tökum á fyrsta þættinum var lokið og eins og fyrri daginn svífur enginn alvarleiki yfir vötnunum.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent